Skip to product information
1 of 1

Tengsl hugar og líkama – Ganga fyrir innri ró

Tengsl hugar og líkama – Ganga fyrir innri ró

Við ætlum að fara í hæglætið, skynja það sem býr innra með okkur í gegnum umhverfið og byggja þaðan upp styrkinn okkar.

 

 

24 apríl, sumardaginn fyrsta kl. 10:15 er þér boðið að taka þátt í einstæðri göngu sem sameinar róandi áhrif frá náttúrunni, meðvitaða nálgun að dvelja í andartakinu og skynjunar. Með þessari göngu ætlar þú að skapa þér rými til að koma jafnvægi á taugakerfið, losa um fasta orku og streitu og byggja upp betri tengsl við huga og líkama. Þessi ganga er “skynjunar” ganga til þess að skynja umhverfið og náttúruna í kringum þig, þannig að þú náir að gefa eftir.

 

 

Streita og álag er hluti af okkar daglega lífi án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Út frá streitu förum við oft í ákveðið þjáningar ástand og tengslin við okkur sjálf rofna,  tengslin við innri þarfir okkar.  Þegar streita er orðin krónísk og tengsl rofna við okkur sjálf getur taugakerfið verið fast í ákveðnu viðbragðsstöðu – Flight, flight and freeze.

Við getum aldrei útrýmt allri streitu úr okkar lífi en við getum lært að bregðast betur við streitu og álagi. Með því að skoða eigið hugarástand virkjar þú getu þína til þess að gera þessa tilfærslu, sérð hvað er að gerast hið innra, út frá því sérðu hvað er að hafa áhrif á hvað “kveikir” á þinni streitu. Þú öðlast vissa færni til þess að skynja betur hvernig þér líður og hvernig á að takast betur á við streituvaldandi aðstæður. 

 

 

Taugakerfið okkar er skynjunarkerfi okkar. Til að takast betur á við streituvalda þarf að endurheimta tengslin við okkur sjálf og kenna taugakerfinu að skynja umhverfið upp á nýtt, þannig að það finni fyrir öryggi til þess að gefa eftir. Það er í gegnum þessa endurtengingu sem við getum veitt taugakerfinu þá ró sem það þarfnast og byggt upp færni til að takast á við streitu með meiri jafnvægi og ró. Það er þarna sem myndast nýtt rými til að byggja upp þol og þrautsegju til þess að fara í ákveðiði bataferli.

Á göngunni munum við:

  • Koma ró inn á taugakerfið með því að einbeita okkur að því sem við skynjum í augnablikinu – hvernig náttúran hljómar, hvernig hún ilmar og hvernig hún snertir skynjun okkar. Með því að tengjast þessu dýpra hjálpum við taugakerfinu að slaka á og jafna sig.

  • Styrkja tengsl hugar og líkama með öndunar vitund sem styðja við getu þína til að skynja hvernig þér líður og veita þér verkfæri til að bregðast við á jákvæðan hátt.

  • Losa spennu í líkamanum með mjúkum teygjum  sem stuðla að auknu blóðflæði og slökun.

Þessi ganga er ekki bara tækifæri til að létta á streitu, heldur til að læra aðferðir sem nýtast þér áfram í daglegu lífi. Með því að læra að dvelja í andartakinu, skynja innri og ytra umhverfi, endurstilla taugakerfið, losa um líkamlega spennu eflir þú bæði andlega og líkamlega heilsu.

Áætlað er að ganga frá 3 til 5 km. Það er ekki farið hratt yfir og það er gengið í þögn að hluta. Við stoppum 2 sinnum til þess að gera æfingar og skynja betur umhverfið. Í lokin eru teygjur.

  • Hvenær: Laugardagur, 24 apríl kl. 10:15
    Hvar: Hvaleyrarvatn 
    Hvað þarf að taka með: Hlý og þægileg föt og opið hugarfar.

Taktu fyrsta skrefið í átt að innri ró og betri vellíðan – við hlökkum til að ganga með þér!

Verð 0 ISK
Verð Útsöluverð 0 ISK
Tilboð Uppselt
Sjá alla lýsingu
Á þínum hraða
Hvenær sem er
90 dagar
Þú hefur aðgang að efninu í 90 daga
Stuðningur
Við erum alltaf til staðar
Eftirfylgni
Við viljum sjá raunverulegan árangur

Undirstaða Nærðu Taugakerfis

Jóga Nidra

Jóga nidra getur rofið streituástand. Það örvar virkni parasympatíska kerfið með því að fara í djúpa slökun, og þar með dregur úr viðbrögðum í því Sympatíska.

Öndun

Öndunar æfingar er öflugt verkfæri til að stjórna streituástandi og koma líkamanum í jafnvægi.

Staðhæfingar

Jákvæð staðfesting er mjög öflug vegna þess að þær getað losað þig frá neikvæðni, sjálfsniðurrifi, ótta, áhyggjum og kvíða.

Andartakið

Að dvelja í andartakinu felst í því að vera vitni að huganum. Dvelja í núvitund. Taka eftir hugsunum, tilfinningum og viðbrögðum við því sem gerist.