Nærandi Líf

Nærandi samfélag þar sem mín hugsjón er að sjá einstaklinginn vaxa á sinni heilsu vegferð. Minn drifkraftur er að hver einstaklingur er einstakur,  að einstaklingurinn nái að umbreyta hugsanamynstri, efla eigin sjálfsþekkingu, taki ábyrgð á eigin heilsu og læri að breyta óheilbrigðari venju í heilbrigða. Ég legg upp með að skoða vandamálið út frá rótinni, heildrænt

  • Jana

    Það var fyrir nokkrum árum síðan sem ég gerði mér grein fyrir að hugsanir mínar til mín sjálfrar míns voru ekki þær mest uppbyggjandi og hvetjandi sem þær ættu ef til vill að vera. Ég var í raun í sjálfsniðurrifi og sjálfsökunum allan daginn, þannig að ég átti mjög erfitt með að vera ég eða hvað þá að standa með sjálfum mér og sýna mér sjálfsumhyggju. Það var ekki til í mínum huga.  Ég upplifði aftengju við sjálfan mig og aðra.  Reyndin var sú að ég flúði sjálfan mig eins mikið og ég gat. Taugakerfið mitt var í raun fast í ákveðinni varnarstöðu án þess að ég gerði mér grein fyrir því. Það mætti segja að ég var í ákveðnu þjáningar ástandi. Þannig að ég bjó mér til flótta sem varð að sykurfíkn og neikvæðu hugarfari, ásamt verkjum um allan líkamann.

    Eftir þessa uppgötvun fór ég markvisst  vinna að því að breyta þessu hugsanamynstri. Ég fór að þjálfa hugann. Rétt eins og að þjálfa vöðva.  Ég endurskoðaði og endurstillti hugsunina. Þannig fann ég að mér byrjaði að líða betur, mér leið betur gagnvart sjálfum mér, fann innri ró og orkan varð meiri.  Sjálfstraust gagnvart því að taka góðar ákvarðanir varðandi næringu og hreyfingu var auðveldari. Lítil skref í vegferðinni urðu að árangri, árangri sem ég vinn daglega að. Gleði og vellíðan varð meiri, ásamt því að lífsorkan mun varð mun öflugari.

    Heilsu vegferðin mín er hlaðin allskonar holum og brekkum, mis erfiðum. Ég segi alltaf að vegferðin endi aldrei. Þetta er vegferð ekki áfangastaður. Hvert skref sem ég hef tekið hefur gefið mér ákveðinn persónulegan vaxanda. 

    Á þessari vegferð hef ég bætt ýmsu í bakpokann minn. Ég er með kennararéttindi sem jógakennari og jóga nidra, alþjóðlegt nuddnám frá Balí, Heilsumarkþjálfi frá Institute for Integrative Nutrition® New York. Ég hef tekið þátt í uppbyggingu á matarsmiðju hjá Sólheimum í Grímsnesi, uppbyggingu að breyta og laga mataræðið hjá leikskólum FS, haldið jóga nidra slökunar viðburð hjá Leikskólanum Furugrund kópavogi, farið á námskeið í súrdeigsgerð Edinborg, námskeið hjá opna Háskólanum í heilsufræði, ásamt því að reka minn eigið fyrirtæki Nærandi Líf sem hefur í raun kennt mér svo ótrúlega margt. Ég er nemi í Yoga therapy (870 st)

    Ég stundaði nám í Heilsumeistaraskólann sem telst til Náttúrulækninga. Þar lærði ég allt sem við kemur sjálfsrækt, jurtum, ilmkjarnaolíum ásamt heildrænni nálgun hvernig best er að bæta eigin heilsu út frá hreinni fæðu og sjálfsrækt.