Slökunarmeðferðir & Nudd

Meðferðin samanstendur af heildrænni líkamlegri og andlegri nálgun til að draga úr bólgum, verkjum,óþægindum í stoðkerfi líkamans, minnka streitu, kvíða, ná fram slökun og ró. Þegar slökun er náð hefur það róandi áhrif á taugakerfið þannig að einstaklingurinn upplifir andlega og líkamlega vellíðan.

Lagt er áherslu á að mýkja og örva blóðflæði til vöðvana með sérstökum strokum til þess að nudda burt vöðvaspennu og þreytu í vöðvakerfinu, ásamt því að ná fram andlegu jafnvægi í gegnum öndun og heilun. Meðferðin sameinar hreyfi, djúpvefja og slökunarnudd.

Þessi meðferð er í boði í 50, 70, 85 & 105 mínútur

Bóka tima

Djúpslökun með

Yoga Nidra

Mín innri ró — leið til að minnka streitu

Jóga nidra djúpslökun sem gefur líkama og huga færi á að slaka á og gera ákveðna tilfærslu á föstu vanlíðunar ástandi.

Líka eru ýtt á þrýstipunkta á líkamann til að vinna með taugakerfið, ásamt háls og herða nuddi. Með fylga upptökur af jóga nidra og ráðgjöf hvað varðar streitustjórnun og eftir fylgni.

Bóka tima

Heilsumarkþjálfun

Að næra sjálfan sig líkamlega og andlega þarf ekki að vera flókið. Ég trúi því að hver einstaklingur geti byggt upp styrk innan frá og út. Til þess að við getum byggt upp styrkinn skoðum við rót vandans út frá lífstílnum þínum. Í stað þess að mæla fyrir um það sem mér finnst að þú ættir að gera, hjálpa ég þér að finna það sem hentar þér út frá þínum gildum og lífsstíl.

Við tökum lítil skref í átt að betri heilsu, breytum gömlu hugsunar mynstri sem þú hefur um sjálfan þig og hvernig þú lítur á umhverfið þitt, skoðum að góð heilsa er miklu meira en bara næring, setjum langtíma markmið, og setjum upp litlu markmiðin skref fyrir skref svo að þú náir þínum markmiði.

Bóka tíma