Skip to product information
1 of 1

Nærðu taugakerfið - Prógramm

Nærðu taugakerfið - Prógramm

Verð 23.900 ISK
Verð Útsöluverð 23.900 ISK
Tilboð Uppselt

Næsta prógramm byrjar 16 september. Prógrammið stendur yfir í 3 vikur en allt efni er aðgengilegt í 90 daga. Hægt er að velja um tvo tíma fyrir online fundinn: Mánudaga kl 11:00 eða 17:00

Þú lærir einfaldar og öflugar aðferðir til slökunar og sjálfsþekkingar, með það að markmiði að rjúfa vítahring vanlíðunar, streitu, kvíða, verkja og þreytu.

Prógrammið Nærðu Taugakerfið er hannað til að hjálpa þér að endurstilla huganir, losa um kvíða, streitu og verki  sem er geymt í taugakerfinu þínu,  upplifa meiri innri ró, dýpka tengslin við sjálfan, efla sjálfsvitund og sjálfsþekkingu. Námskeiðið inniheldur allt sem þú þarft til þess losa um ákveðið vanlíðunar ástand.

Þessar aðferðir hjálpuðu mér að fá "loksins frið frá innri átökum" og þannig byggja upp það líf sem ég lifi í dag.

Upplifðu þetta „ah-ha“ augnablik og lærðu hagnýtar og öflugar leiðir til brjóta  upp óheilbrigt hugsanamynstur, draga úr spennu frá taugakerfinu og bæta viðhorf þitt sem þú hefur um sjálfan þig.

Þetta prógramm kennir þér einfaldar aðferðir til slökunar og meðvitund um eigið sjálf. 

Með því að taka frá rými og tíma, setur inn endurtekningu á nýrri venju, skoðar, vegur og metur hver þú ert og hvert þú stefnir öðlast þú vissa færni til þess að byggja upp ákveðið þol og þrautsegju.

Á þessu námskeiði lærir þú…

  • Allt um taugakerfið, varnarstöðuna og hvernig hugurinn er á sjálfstýringu
  • Skilja eigið taugakerfið, hvernig þú bregst við og skilja eigið mynstur
  • Þjálfa parasymptatíska taugakerfið þannig að þú náir ákeðni hvíld til þess að endurstilla líkama og huga
  • Auka sjálfsvitund og sjálfsumhyggju
  • Koma á góðri morgunrútínu
  • Hugleiðslutækni til að draga athyglina frá huganum
  • Kenna sympatíska taugakerfinu að finna eigið öryggi til að gefa eftir
  • Hvernig þú getur gert stuttar og hagnýtar æfingar til að komast úr varnarstöðu
  • Öndunaræfingar til að kveikja á parasympatíska taugakerfinu þínu
  • Kennt líkama og huga að fara í slökunar ástand með stuttum jóga nidra stundum

Minna en 20 mínútur á dag er allt sem þú þarft…til að byrja

💫 Þú gætir hafa fundið sjálfan þig...

  • Í vana bundnu hegðunarmynstri sem þú bregst of mikið við frá þreyttu taugakerfi
  • Ert að upplifa meiri pirring og reiði en þér finnst eðlilegt.
  • Finnur fyrir kvíða og óróa, jafnvel strax þegar þú vaknar
  • Skapsveiflur sem virðast ganga upp og niður, í hvaða aðstöðu sem er
  • Erfitt að finna gleði og njóta þess að vera í félagsskap með sjálfum þér

💫  Og þetta getur komið fram í einkennum eins og:

  • Maga/ meltingarvandamál og uppþemba
  • Höfuðverkur og heilaþoka
  • Þreyta/svefnleysi
  • Krónískir óútskýrðir verkir
  • Vöðvaspenna, aum í hálsi/öxlum/baki og stirðar mjaðmir.

 💫 Eða í hegðun eins og:

  • Finnst erfitt að sjá tilgang og vantar framtaksemi í daglega
  • Átt erfitt með að gera einföld atriði eins og fara í sturtu, klæða þig og finnst þú upplifa að allt er erfitt sem var einfalt. Finnur fyrir örmögnun.
  • Fléttir í gegnum samfélagsmiðla og horfir hugsunarlaust á Netflix.
  • Þráðurinn er stuttur hjá þér og það þarf lítið til að þú reiðist eða finnur fyrir gremju.
  • Nærð ekki að næra þig þegar þú ert svöng, drekkur ekki þegar þú ert þyrst eða sefur þegar þú ert þreytt.

Allt þetta er merki um það að taugakerfið þitt sé fast í fight, flight or freeze viðbragðinu, Varnarstöðu (berjast, flýja,frjósa)

🌟 Um 20 fyrirlestar,  upptökur af jóga nidra stundum, hugleiðslur, æfingar fyrir taugakerfið, öndunaræfingar og áskoranir.🌟

Þú færð aðgang að öllu námskeiðinu inn á lokuðu svæði. Þú getur gert námskeiðið þegar þér hentar. Námskeiðið er allt "online".  Það er hittingur einu sinni í viku,mánudaga.  Prógrammið stendur yfir 3 vikur. Þú færð aðgang að öllu efni í 90 daga.

Sjá alla lýsingu
Á þínum hraða
Hvenær sem er
90 dagar
Þú hefur aðgang að efninu í 90 daga
Stuðningur
Við erum alltaf til staðar
Eftirfylgni
Við viljum sjá raunverulegan árangur

Undirstaða Nærðu Taugakerfis

Jóga Nidra

Jóga nidra getur rofið streituástand. Það örvar virkni parasympatíska kerfið með því að fara í djúpa slökun, og þar með dregur úr viðbrögðum í því Sympatíska.

Öndun

Öndunar æfingar er öflugt verkfæri til að stjórna streituástandi og koma líkamanum í jafnvægi.

Staðhæfingar

Jákvæð staðfesting er mjög öflug vegna þess að þær getað losað þig frá neikvæðni, sjálfsniðurrifi, ótta, áhyggjum og kvíða.

Andartakið

Að dvelja í andartakinu felst í því að vera vitni að huganum. Dvelja í núvitund. Taka eftir hugsunum, tilfinningum og viðbrögðum við því sem gerist.