Vaxandi ég – Nærandi lífstíll
Einkatímar með Jönu (eingöngu online). Samhliða prógramminu "Nærðu taugakerfið".
Við byggjum út frá prógramminu " Nærðu taugakerfið" og setjum upp einkaþjálfun fyrir þig. Skoðum efnið dýpra með ákveðinni meðvitund og stuðningi.
Skoðum heilsufarið þitt, núna og áður. Við skoðum rót vandans út frá heildrænni nálgun líkama og huga. Við skoðum lífstílinn þinn út frá þáttum eins og: næring, streitustjórnun, hugsun og tilfinningar, hreyfing, svefn og umhverfi.
Milli tíma færðu:
- Uppbyggjandi ráð
- Stuðning
- Endurgjöf
Einkatímar
Vaxandi ég er prógramm þar sem þú setur þig í fyrsta sæti. Tímarnir eru einkatímar og fara fram á netinu. Tímarnir eru 50 mín langir og fara fram 4 sinnum á 90 dögum. Í hverjum tíma myndum við gott samband til að ræða þína vegferð, markmið og drauma. Á milli tíma er stuðningur og verkefni.
Ég verð þinn nærandi heilsuþjálfari veiti þér stuðning og hvatningu. Ég hjálpa þér að auka lífsgæði þín og vellíðan, ásamt því að kenna þér að næra þig á heildrænan hátt, þannig að þú náir markmiðum þínum og haldir áfram á þinni vegferð.
Fyrsta skrefið er að opna hugann fyrir nýjum hugmyndum og möguleikum
Við tökum lítil skref í átt að betri heilsu, breytum gömlu hugsunar mynstri sem þú hefur um sjálfan þig og hvernig þú lítur á umhverfið þitt, skoðum að góð heilsa er miklu meira en bara næring. Við gerum langtíma markmið, með það í huga að þú takir lítil virkniskref í áttina þangað, njótir þess og finnir gleðina innra með þér á þessari vegferð.
Nærandi Lífstíll er innri vegferð þar sem þú færð verkfæri til að vinna að þínum persónulega vexti. Þú munt upplifa betra jafnvægi í lífinu, finna þinn innri vegvísir að vellíðan og vera meira meðvituð um þitt eigin virði.
ath. Ég sendi þér næsta virka dag póst um tillögur að tíma og skipulag.
ath það þarft að hafa aðgang að prógramminu Nærðu taugakerfið