Farðu í vöruupplýsingar
1 af 3

Vaxandi ég

Vaxandi ég

Verð 95.000 ISK
Verð Útsöluverð 95.000 ISK
Tilboð Uppselt
Með Vsk

VAXANDI ÉG – ER PRÓGRAMM FYRIR ÞIG SEM VILT VAKNA TIL LÍFSINS. KOMA ÞÉR FRÁ VANLÍÐAN TIL VELLÍÐAN. LIFÐU ÞINN NÆRANDI LÍFSSTÍL SEM ÞÚ HEFUR ALLTAF ÞRÁÐ.

 

 

Fáðu 30 mínútur spjall, frítt !

 

Vaxandi ég - Einkatímar 1:1

 

Þetta prógramm snýst ekki um að þrýsta meira á þig að gera,verða og klára – heldur um að vakna af sjálfsstýringu hugans, tengjast sjálfum sér og skapa rými fyrir breytingu með mýkt og meðvitund.

 

Hvenær gafstu þér síðast alvöru rými til að vaxa?

 

 

Tímarnir eru einkatímar og fara fram á netinu.  Farið er yfir heilsufar og búin til bata þjálfun út frá einstaklingum sjálfum. Stuðst er við að umbreyta næringu út frá að skoða einkenni út frá meltingu og þaramflóru, skoðað er streitustjórnun út frá að koma jafnvægi á taugakerfið. (þetta tvennt þarf að vinna saman svo bati geti hafist)

Tímarnir eru 60 mín. (4 vikur eru 3 tímar, 6 vikum eru 4 tímar, 8 vikur eru 6 tímar og í 15 vikum erum 9 tímar.Í hverjum tíma myndum við gott samband til að ræða þína vegferð, markmið og drauma. Á milli tíma er stuðningur og verkefni. Efni inn á lokuðu svæði. 

 

 

4 VIKUR 55.000KR,

6 VIKUR 75.000KR

8 VIKUR 95.000

15 vikur 145.000kr.

Ath hafðu samband ef þú vilt frá 30 mínútur frítt viðtal.

Sendu mér línu: jana@naerandilif.is

 

 

Ég verð þinn nærandi heilsuþjálfari veiti þér stuðning og hvatningu. Ég hjálpa þér að auka lífsgæði þín og vellíðan, ásamt því að kenna þér að næra þig á heildrænan hátt, þannig að þú náir markmiðum þínum og haldir áfram á þinni vegferð.

Í þessari heilsuráðgjöf vinnum við saman að því að skoða rótina að þínum heilsufarsvanda og lagfæra hana í stað þess að meðhöndla bara einkenni.  Við vinnum heildrænt og skoðum þína heilsu í samhengi -  allt frá streitu og taugakerfi til meltingar og þarmaflóru, næringu og félagslegra þátta.

Þessi nálgun tekur mið af því að jafnvægi í líkama og huga er lykillinn að varanlegri vellíðan. Ég vinn með þér á persónulegan hátt til að greina einstakar þarfir þínar og markmið, með það að markmiði að bæta heilsu þína til framtíðar.

 

 

  • Streitustjórnun - Þjálfum taugakerfið úr stöðugu streituviðbragði yfir í ástand hvíldar og öryggis, þar sem kerfið lærir að svara minna áreiti, örva sefkerfið(hvíld) til þess að geta farið í ákveðna tilfærslu á ákveðnu föstu ástandi. Við þjálfum hugann út frá "róandi athygli" þannig að hugarfarið þitt verður jákvæðara og þú getur tekist betur á við daglegar áskoranir. Hættir að nota afsakanir sem hindrun.

  • Koma líkamanum í ákveðið bataferli út frá því að skoða rótina - til þess að örva efnaskipti líkamans, koma hormóna og blóðsykri í jafnvægi.

  • Melting og þarma flóra – að endurstilla meltingarkerfið með hreinni og trefjaríkri næringu. Leiðrétta næringarlegt ójafnvægi -  að borða næringarríkan mat og setja meðvitund á hvað er verið að borða og afhverju. 

  • Samspil taugakerfis og meltingar – að skapa innra jafnvægi sem styður við andlegan bata og betri næringarupptöku.

 

Markmiðið er að greina hvað veldur ójafnvægi, hlusta á einkenni líkamans og vinna með líkamann í átt að varanlegum bata. Markmiðið er ekki aðeins að taka út það sem gæti verið ertandi fyrir þína meltingu, heldur einnig að bæta við næringarríkum mat sem styður við sjálfsheilandi og endurnærandi bataferli líkamans.

 

 

Þú færð verkfæri og stuðning til að gera breytingar á mataræði, lífsstíl, hugarfarinu og hvíld sem stuðla að djúpstæðum og varanlegum bata. 

 

Með því að setja ákveðna meðvitund á að streita hefur áhrif á undirliggandi vanlíðan, muntu fara að gera ákveðna tilfærslu í átt að betri heilsu. Byggja upp betri grunn. Þú öðlast meiri orku, betri meltingu, jafnari blóðsykur og aukna andlega vellíðan sem gerir þér kleift að lifa lífinu til fulls. Með því að hlusta á líkamann og skilja merki hans lærir þú að styrkja tengslin við sjálfa/n þig og bæta heilsu þína á djúpstæðan og varanlegan hátt.

 

Fyrsta skrefið er að opna hugann fyrir nýjum hugmyndum og möguleikum

 

Við tökum lítil skref í átt að betri heilsu, breytum gömlu hugsunar mynstri sem þú hefur um sjálfan þig og hvernig þú lítur á umhverfið þitt, skoðum að góð heilsa er miklu meira en bara næring.  Við gerum langtíma markmið, með það í huga að þú takir lítil virkniskref í áttina þangað, njótir þess og finnir gleðina innra með þér á þessari vegferð.

"Vaxandi ég prógrammið" er innri vegferð þar sem þú færð verkfæri til að vinna að þínum persónulega vexti. Við breytum hugarfarinu sem þú hefur um þig þannig að þú ferð úr sama gamla hjólfarinu sem gerir ekkert fyrir þig ! Þú munt upplifa betra jafnvægi í lífinu, finna þinn innri vegvísir að vellíðan og vera meira meðvituð um þitt eigin virði.

Milli tíma færðu:

  • Einkaviðtal og persónulegt plan
  • Efni inn á lokuðu svæði + netpóstur
  • Vika fyrir vika af verkefnum
  • Stuðning
  • Endurgjöf
  • Upptökur af jóga nidra og hugleiðslum
  • Næringarplan -prótein, kolvetni og fitu
  • Eftirfylgni 


Ath það er hægt að skipta greiðslum í allt að 4 til 8 mánuði. Hægt að fá reikning fyrir stéttafélög/fyrirtæki. 

Ath. Ég sendi þér næsta virka dag póst um tillögur að tíma og skipulag.

 


 

 

Sjá alla lýsingu