
Nærandi meðferðir
Úrval af nærandi námskeiðum,prógrömmum, viðburðum & meðferðum til að styðja þig á þinni heilsuvegferð.

Mín innri ró
Mín innri ró – djúpslökun fyrir huga og líkama
Endurheimtu orkuna og upplifðu betra jafnvægi
Mín innri ró er heildræn og nærandi meðferð sem stuðlar að dýpri tengingu við líkama, huga og taugakerfi. Hún sameinar jóga nidra djúpslökun, slakandi nudd aðferð og meðhöndlun á þrýstipunktum til að vinna gegn streitu og spennu sem hafa hlaðist upp í huga og líkama.
Meðferðin hentar sérstaklega þeim sem glímir við streitu, neikvætt hugarmynstur, verki, líkamlega spennu, kulnunareinkenni eða einfaldlega þörf fyrir djúpa slökun og endurnæringu
Hvað felst í meðferðinni?
Örvun á þrýstipunktum
Markvisst er unnið með þrýstipunkta á líkamanum til að örva parasympatíska taugakerfið – sef kerfi líkamans, sem er hvíld, melting og hreinsun.
Leidd jóga nidra djúpslökun
Þú liggur þægilega og færð leiðsögn inn í ástand djúprar vitundar og róar – á mörkum svefns og vöku. Þetta ástand hefur sýnt fram á djúp áhrif á streitulosun og jafnvægi í taugakerfi.
Slökunarnudd til að losa um spennu
Herðar, axlir, háls og höfuð – svæði þar sem streita og álag safnast oft upp án þess að við áttum okkur á því. Viðvarandi spenna á þessum stöðum getur haft áhrif á svefn, öndun, blóðflæði og andlega líðan. Með mjúkum og meðvituðum nuddhreyfingum er markmiðið að losa um föst spennu mynstur og styðja við djúpa slökun og endurheimt.
Streitustjórnun og ráðgjöf
Við ræðum hagnýtar leiðir til að styðja við streitulosun í daglegu lífi, ásamt eftirfylgni sem tryggir varanlegri áhrif.
Upptaka af jóga nidra
Þú færð með þér upptökur sem þú getur notað heima til að dýpka bataferlið og skapa þér þitt eigið rými til slökunar þegar þér hentar.

Slökunarmeðferðir & Nudd
Meðferðin samanstendur af heildrænni líkamlegri og andlegri nálgun til að draga úr bólgum, verkjum,óþægindum í stoðkerfi líkamans, minnka streitu, kvíða, ná fram slökun og ró. Þegar slökun er náð hefur það róandi áhrif á taugakerfið þannig að einstaklingurinn upplifir andlega og líkamlega vellíðan.
Lagt er áherslu á að mýkja og örva blóðflæði til vöðvana með sérstökum strokum til þess að nudda burt vöðvaspennu og þreytu í vöðvakerfinu, ásamt því að ná fram andlegu jafnvægi í gegnum öndun og heilun. Meðferðin sameinar hreyfi, djúpvefja og slökunarnudd.
Þessi meðferð er í boði í 50, 70, 85 & 105 mínútur

Heilsumarkþjálfun
Að næra sjálfan sig líkamlega og andlega þarf ekki að vera flókið. Ég trúi því að hver einstaklingur geti byggt upp styrk innan frá og út. Til þess að við getum byggt upp styrkinn skoðum við rót vandans út frá lífstílnum þínum. Í stað þess að mæla fyrir um það sem mér finnst að þú ættir að gera, hjálpa ég þér að finna það sem hentar þér út frá þínum gildum og lífsstíl.
Við tökum lítil skref í átt að betri heilsu, breytum gömlu hugsunar mynstri sem þú hefur um sjálfan þig og hvernig þú lítur á umhverfið þitt, skoðum að góð heilsa er miklu meira en bara næring, setjum langtíma markmið, og setjum upp litlu markmiðin skref fyrir skref svo að þú náir þínum markmiði.

Stofan
Nærandi líf er hlýleg og friðsælt stúdíó þar sem þú færð rými til þess að sleppa tökunum á neikvæðum líf mynstrum og hlúa að sjálfum þér á nærandi vegferð til vellíðunar. Við bjóðum upp á slökunarnudd, heilsumarkþjálfun og heilsunámskeið sem styðja þig í að finna meiri ró, minnka streitu, gera jákvæðar breytingar á næringu og læra að hvílast. Mýkt, hlýja og sjálfsumhyggja eru í forgrunni – til að efla heilsuna, bæði líkamlega og andlega, á þinni vaxandi vegferð til innri vellíðunar.