Í þessum pistli langar mig mikið til að tala um þær aðferðir sem hafa reynst mér best til að styðja við minn persónulegan vöxt þannig að ég sé sátt í eigin skinni, styðja við hver ég er og hvað mig langar, ásamt því að veita mér vellíðan í líkama og huga.
Það var fyrir nokkrum árum að ég fór að taka eftir ákveðnu mynstri hjá mér. Þá hvernig ég hugsa, tekst á við verkefni sem koma til mín og hvernig ég bregst við hinu daglega amstri og áreiti. Ég tók eftir að hugsanamynstrið til sjálfs míns var kolrangt.
Ég hugsaði hugsanir sem voru neikvæðar og niðurbrjótandi til sjálfs míns. Hugsanir mínar voru ekki að styðja við mig heldur þvert á móti að standa í vegi fyrir því að ég gæti lifað því lífi sem ég óskaði mér. Ég áttaði mig á því að hugsun mín var mikilvægasti þátturinn í að ná árangri á sviðum eins og sjálfsumhyggju, sjálfsöryggi, næringu og hreyfingu.
Þegar ég var að skoða hugsun mína leiddi það mig að hinu undursamlega stórkostlega taugakerfi. Ég áttaði mig á því að taugakerfið er stjórnstöðin. Þegar taugakerfið er laskað af of miklu áreiti, álagi, streitu og áföllum þá virkar það þannig að það er stöðugt útþanið að verja þig. Þannig nær það ekki að vinna þá vinnu sem til er ætlast af því.
Taugakerfið okkar er stjórnstöð líkamans og er staðsett í heilanum. Þetta flókna kerfi stjórnar hreyfingum þínum, hugsunum,sjálfvirkum viðbrögðum og áreiti í kringum þig. Bæði innan líkamans og utan þess.
Taugakerfið stjórnar einnig öðrum líkamskerfum í líkamanum og vinnur saman með þessum kerfum við að láta líkamann vinna og miðla upplýsingum sem best.
Þegar ég var búin að átta mig á þessu, taka eftir þessu, skoða og reyna að skilja þetta ástand ákvað ég að fara í vitundarvakningu gagnvart sjálfum mér.
Hvaðan er þetta allt að koma, þessar röngu hugsanir og hvernig ég leit á mig sem manneskju.
VIð öll eigum fullan bakpoka af allskonar tilfinningum sem við druslumst með alla daga, alltaf. Jafnvel allt okkar líf. Þessi bakpoki getur dregið niður orkuna okkar, staðið í vegi fyrir því að við náum að líða vel í eigin skinni hvað varðar verki, streitu og vellíðan.
Þegar við svo förum að tína úr þessum pakpoka, léttist byrðin. Við förum að sjá betur hvað það er sem hefur áhrifa á líðan okkar. Þannig náum við að átta okkur á hver við erum og hvað það er sem hentar okkur best. Hvað er það sem ég vil, ekki hvað aðrir vilja.
Vitundarvaking til þín sjálfs
Eftir að ég vaknaði til vitundar um sjálfan mig fór í ákveðna persónulega vinnu. Ég tók taugakerfið í þjálfun, rétt eins og við gerum við vöðvana okkar. Já það var sko áskorun með allskonar tilfinningum eins og greymju, reiði, eirðaleysi og á tíma uppgjöf við sjálfan sjálfan mig. Það tók á, og ég segi ekki að í dag getur það líka tekið á en ég ræð 10000 sinnum betur við þessar tilfinningar og ég er við stjórnvölin. Ekki hugsun mín.
Lítum aðeins betur á þessa þjálfun á huganum. Ég hef prófað margt á þessari huga vegferð minni ef svo mætti kalla. Allt hefur hjálpað og stutt mig í því að finna út úr því hvað það er sem hentar mér best. Já hvað hentar mér, hvað er best fyrir mig. Það er mikilvægt atriði í allri þessari vinnu. Að finna innra með sér hvað það er sem styður mig, ekki hvað allir hinir eru að gera.
Auðvitað eins og ég hef áður sagt að það er mikilvægt að prófa sig áfram. En ekki elta eitthvað hugsunarlaust bara af því það er gott og virkar fyrir manneskjuna við hliðina á þér. Finndu þitt með því að prófa þig áfram og gerðu það að þínu.
Í gegnum þessi ár hef ég lært margt gagnlegt sem hefur nýst mér vel. Það sem hefur hjálpað hvað mest er að skoða hugsunina. Það er byrjun á öllu. Við komust lítið áfram ef hugsun okkar er röng til okkar sjálfra.
Í þessari vinnu, að vinna með taugakerfið, hugsunina. Ég hef nýtt mér nokkur atriði sem ég nýti mér alla daga. Þessi atriði hafa hjálpað mér að breyta þessu neikvæða hugsanamynstri sem ég hafði til sjálfs míns, finna út hvað hvað er best fyrir mig, ásamt því að breyta orkunni minni, minnka verki og auka vellíðan. Ég náði að endurstilla taugakerfið.
-
Jóga nidra
-
Að vera í andartakinu
-
Staðhæfingar
-
Öndun
-
Jóga
Jóga nidra er andleg úrvinnsla
Það sem ég var svo heppin á sínum tíma að kynnast jóga nidra djúpslökun, sem í raun er svo miklu miklu meira en bara slökun.
Jóga nidra snýst um það að ná djúpslökun fyrir líkama og huga, gefa eftir þannig að þú náir að endur prógramma undirmeðvitundina þína. Við förum inn á vídd samskipta við undirmeðvitund og meðvitund, sem koma fram af sjálfu sér og virkjum heilunar mátt líkama og huga. Þessi djúpa slökun virkjar og styður við Parasympatíska taugakerfið sem vinnur í jafnvægi við sympatíska taugakerfið. Þannig að Sympatíska taugakerfið gefur eftir og fer úr streitu ástandi.
Þegar við náum að umbreyta og endurprógramma undirmeðvitundina, sem í raun geymir allt sem við höfum upplifað, allt sem okkur hefur verið kennt og allt sem hefur verið sagt við okkur. Sama hvort það sé það sem er gott eða slæmt. Undirmeðvitundin er hugsun, sterk og stjórnar. Þannig að ef það er eitthvað sem er vel grafið, eitthvað sem þú hefur trúað um þig alltaf þá er það undirmeðvitundin sem er þar að verki. Jóga nidra umbreytir þessu og gefur þér þá slökun á huga og líkama til að komast á þennan stað, þar sem undirmeðvitundin er opin og þá er hægt að sá nýjum fræjum sem breyta hugsun þinni.
Að vera í andartakinu
Eftir að ég byrjaði að ástunda jóga nidra átti ég auðveldara með að vera í andartakinu. Í raun fór ég ekki að taka eftir því hversu mikilvægt það er fyrr en ég fann að ég var stödd í andartakinu.
Að vera í andartakinu er núvitund. Að vera í andartakinu felst í því að vera vitni að huganum. Taka eftir hugsunum, tilfinningum og viðbrögðum við því sem gerist. Við dveljum ekki í fortíð né í framtíð.
Að staldra við í lífsins ólgusjó er gott að byrja að gera. Bara vera. Án þess að leyfa þessum hugsunum sem eiga það til að stjórna okkur taka öll völd.
Andartakið þýðir að vera VERANDI í eigin lífi. Að vera í andartakinu er bara ein leið til að segja að við séum meðvituð um hvað er að gerast, án þess að leyfa hugsunum að stjórna, hvort sem það sé reiði, sjálfsvorkun, höfnun, afbrýðisemi og svo framvegis.
Trúum á okkar eigin mátt við að búa til, tilfærslu í meðvitund okkar
Það sem hefur reynst mér vel er að nota staðhæfingar til að umbreyta gölluðu hugsanamynstri. Staðhæfingar er ásetningur, með ásetning verða breytingar. Að fara með staðfestingu er að velja meðvitað þær hugsanir sem munu skapa góða framtíð. Með því að nota staðhæfingu þegar við erum að vinna með hugann, erum við að sveigja framhjá nútímanum og sköpum framtíðina með orðum sem við notum í nútíðinni.
Við setjum inn jákvæðar staðhæfingar í nútíð, notum jákvæð orð, stutt og einfalt. “ég er” eða “´ég á”. Við viljum ekki dvelja í framtíð nú fortíð. Ef við segjum “ég mun fá” eða “ég fæ” þá erum við stödd í framtíðinni, en ekki í andartakinu. Við setjum tilfinningar í orðin. Ég set fram staðhæfingu mér til stuðnings til að snúa neikvæðum hugsunum í hugsanir sem ég vil vera nærandi fyrir mig yfir daginn minn.
Endurtekning er mikilvæg. Að endurtaka staðhæfingu aftur og aftur, segjum við í raun við undirmeðvitundina að nota frekar það sem ég segi aftur og aftur, frekar en að grafa upp hugsanir sem eru neikvæðar og gera lítið fyrir okkur. Það mætti segja að þú sért að æfa undirmeðvitunda þína í að koma með hugsanir sem láta þér líða vel af, ekki illa.
Finndu þér orð, setningu sem þú veist að virkar fyrir þig. Sem er jákvæð og styðjandi. Mín er þessi og þér er velkomið að nota.
“ég lifi nærandi skapandi lífi, í sátt við sjálfan mig”
Öndun er náttúrulegt róandi efni fyrir taugakerfið
Í þessu brasi mínu undanfarin ár hef ég rekist á það hversu öndun mín hefur mikil áhrif á hugsun og líðan mína. Jú taugakerfið stjórnar önduninni.
Ég tók eftir því að ef ég var að hugsa mikið um framtíðina og hvað ég ætti eftir að gera í verkefna listanum mínum, varð öndunin ekki í jafnvægi. Það hafði áhrif á hugsanir og hvernig ég tókst við þær. Þannig að ég fór að bæta inn öndunaræfingum til þess eitt að róa taugakerfið.
Öndunar æfingar er öflugt verkfæri til að stjórna streituástandi og koma líkamanum í jafnvægi. Bara það taka djúpa innöndun og góða útöndun, gefur heilanum aukið súrefni sem hjálpar við að stjórna streitu. Þegar það er of lítið súrefni í heilanum vegna streitu, kvíða og of miklum hugsunum kemur það oft fram í andlegu ójafnvægi, einbeitingarskorti og tilfinningum.
Jóga er lífsstíll, samþætt kerfi líkama, huga og tilfinningar.
Það síðasta sem ég ætla að fjalla um í þessum pistli er jóga. Í allri þessari vinnu við að leiðrétta hugsunina og vinna með taugakerfið áttaði ég mig á því að mikilvægt væri að hreyfa líkamann minn. Ég fann að líkaminn minn, þá vöðvakerfið væri að halda í spennu sem væri ef til vill að stoppa orkuflæðið hjá mér. Mér fannst stundum eins og hver vöðvi væri að halda í eitthvað sem ég þurfti að losa, alveg eins og ég væri að losa um neikvæðar hugsar til mín sjálfrar.
Það sem hentaði mér alls ekki á þessum tíma var mikil hreyfing. Mér fannst þá eins og ég væri að setja óþarfa álag á taugakerfið. Það vildi ég alls ekki. Þar sem ég var jú að reyna að losa um allar þessar stíflur og tilfinningar.
Í jóga er unnið er með að flæða mjúklega inn og úr jógastöðum (asana), öndun (pranayama) og slökun. Þegar á dýnuna er komið er þetta þinn tími, án þess að keppast við sjálfan þig og aðra. Þú leyfir þér að vera í þínu dagsformi án þess að dæma. Við það eitt að gera nokkrar stöður losnar um spennu í líkamanum og við gefum eftir. Það styður við taugakerfið.
Mér finnst þegar ég iðka jóga, nái ég að næra líkamann, ég kem jafnvægi á stoðkerfið, þá beina, vöðva og liðamóta. Iðkunn hefur líka róandi áhrif á taugakerfið, styður við innkirtlakerfið, styrkir ónæmiskerfið, eflir öndunarkerfið og hjálpar meltingarkerfinu að vinna sína vinnu. Mér finnst jóga eitt af mikilvægum verkfærum sem ég nota. Jóga styður mig í að vera í andartakinu og einbeitingu, þannig skapa ég mitt eigið jafnvægi í líkama og huga.
Vegferðin
Allar þessar aðferðir næra mig, næra líkamann minn og styðja við taugakerfið. Þannig að mér líður betur og nái að vinna úr því áreiti sem ég upplifi.
Þegar þú ætlar að byrja þína vegferð er mikilvægt að finna hvað hentar þér út frá þínu lífi. Gott er að byrja á því að skoða hvar þú ert stödd/ur. Ekki æða áfram og elta eitthvað sem í raun gerir kannski meira óskunda fyrir þig.
Vitundarvakning er bara fyrsta skrefið í ferðalagi sjálfsuppgvötvunar, um eiginleika þína, hugsanir og tilfinningar sem eru í samræmi við gildin þín.
Þegar við erum meðvituð um okkur sjálf eflumst við í okkar eigin persónulega vexti, lærum betur að þekkja tilfinningar okkar og skiljum betur hver við erum. Við ráðum betur við að gera breytingar á venju, ásamt því að finna út hvað þarfnast betri úrbætur og stuðnings.
Það sem ég byrja alltaf á að segja, á námskeiðunum mínum og einka viðtölum er að setjast niður, fara í vitundarvakningu til þín sjálfs. Hvað þýðir það eiginlega ? jú ef þú ætlar að breyta einhverju eða laga til innra með þér þá er gott að byrja á því að vita hvað þú vilt. Ef þú æðir áfram, þá heyrir þú ekki hvað þú þarfnast. Þegar þú áttar þig á því hvað er best fyrir þig, eru meiri líkur að þú gerir það í formi endurtekningar, nýtur þess meira og þannig ferðu að byggja ofan á grunninn.
Það sem er svo stórmerkilegt er að hugsun okkar stjórnar ansi mörgu og helst saman við t.d þegar við ætlum að laga til í mataræðinu eða hreyfingu. Þess vegna er ávinningurinn mikill við það eitt að vinna með hugsun þína og læra að vinna með hana, ekki á móti henni.
Ást og kærleikur til þín
Jana