Sumarhrásalat

Sumarhrásalat

 

Sumar Hrásalat

Fyrir 4


½ haus hvítkál

½ haus rauðkál

10 til 12 stk gulrætur. Meðalstórar

2 stk perur. Ágætlega þroskaðar

50 g furuhnetur

220 g majónes

1 msk Dijon sinnep

4 til 5 msk engifersafi

1 til 2 msk hlynsíróp

1 msk sítrónusafi

Smá búnt steinselja

 

Salt og pipar ¼ tsk

Grænmetissalt frá A. Vogel. ¼ tsk


Byrjaðu á að rista furuhneturnar á pönnu. Kældu. Hvítkál og rauðkál er raspað niður í mandólíni. Þannig nærðu að hafa það langsum. Gulrætur raspaðar í rifjárni, grófu.  Afhýddu perurnar og skerðu í meðalstóra bita. Blandaðu saman hvítkálinu, rauðkálinu, gulrótunum og perunum saman í stóra skál. 


Sósa

Blandaðu saman í skál. Majónesinu, dijon sinnepinu, engifersafanum, sítrónusafanum og sírópinu. Blandaðu saman kryddinu. Smakkaðu til. Hræðu vel saman.  Blandaðu sósunni saman við grænmetið. Gott er að byrja að að setja helminginn og hafa svo hinn helmingin með salatinu. Annars gæti það orðið of blautt.  Í lokin blandaðu steinseljunni við salatið.


Þetta salat er ótrúlega gott með öllu grillkjöti. Meira að segja pylsum. Það er bara svo gaman að gera sitt eigið hrásalat, án aukaefna.  Það sem er líka gaman að gera er að bæta við fetaosti eða öðrum osti. Perunar koma með sæta bragðið en það er líka hægt að setja t.d epli. 


Salatið geymist líka vel og hentar mjög vel daginn eftir. Svona ef það er afgangur. Það sem ég geri er að leika mér með það. Bæta við próteini. Ef það er afgangur af kjöti er gott að skera það niður og blanda saman við.  Ef það er ekki afgangur af kjöti þá sýð ég mér egg til þess að hafa með eða hef linsubaunir. Lika er ég dugleg að spíra Mung baunir sem er tilvalið með þessu salati. Líka er alveg geggjað að hafa ost með þessu salati eins og t.d fetaost. 

Ég er duglega að reyna að nýta mér það sem er afgangs daginn eftir. Þannig kem ég í veg fyrir mikla vinnu í eldhúsinu. Allt verður auðveldara. Svo þarna er ég komin með ágætis hádegismat líka. 

Þessi uppskrift frá mér birtist á mbl.is/matur

Njóttu vel

Jana

Aftur í pistla