Undanfarna mánuði hef ég lagt ríka áherslu að borða næringarríkan mat sem styðja við mína þarma heilsu. Eitt af því sem styður við góða virkni í þörmum er að borða trefjaríka fæðu. Trefjar eru ómeltanleg plöntuefna sambönd sem fara í gegnum meltingarveginn og hafa fjölbreytt jákvæð áhrif á meltinguna og jafnvægi blóðsykurs. Eitt af því sem ég hef notað til þess að stuðla að jákvæðum breytingum á minni heilsu er rauðrófa, sellerí og engifer.
Aðeins um rauðrófuna
Rauðrófur eru næringarríkt grænmeti sem stuðlar að jákvæðum áhrifum á líkaman. Það er svo magnað með rauðrófuna að hún er trefjarík og er því dúndur góð fyrir góðu bakteríurnar sem lifa í þörmunum. Þessar góðu lífverur þurfa oft smá stuðning til þess að lifa af. Að hafa nóg af heilbrigðum bakteríum í meltingarkerfinu hjálpar til við að berjast gegn sjúkdómum, styrkja ónæmiskerfið, bætir meltinguna, framleiðir serótónín, styðja við taugakerfið og efnaskipti.
Rauðrófan er ekki bara trefjarík. Hún inniheldur margvísleg vítamín eins og B6, steinefni og andoxunarefni sem styðja við almenna heilsu og vellíðan. Rauðrófur hafa verið tengdar við minnkun á bólgum vegna Betalain-efna sem hafa bólgueyðandi áhrif og geta hjálpað til við að draga úr bólguviðbrögðum í líkamanum. Rauðrófan er rík af nítrötum sem umbreytist í köfunarefisoxiíð en þetta efni hjálpar til við að víkka út æðar og bæta blóðflæði, úthald og þol. Rauðrófan hentar mjög vel t.d við þolþjálfun eins og hlaup og göngur. Það sem er líka gott við rauðrófuna er að hún er rík af járni.
Rauðrófusúpa
- 500g rauðrófur
- 2 stk blaðlaukur
- 3 stilkar sellerí
- 1 dl engifersafi
- 2 msk sítrónusafi
- 4 msk kókosrjómi (í dollu)
- 2-3 msk grænmetiskraftur eða 2 teininga
- 1 líter vatn
- olía til steikingar
- salt
Meðlæti: Sólblómafræ og graskersfræ
- Hitið ofninn í 180 gráður. Skrælið rauðrófuna og skerið í bita. Setjið á ofnplötu. Dreifið smá olíu yfir og salti. Steikið í um 30 mín.
- Setið 1 líter á vatni í pott og sjóðið. Setjið kraftinn saman við. Sjóðið saman. Takið af eldavélinni og geymið.
- Skerið niður blaðlaukinn og sellerí. Steikið á pönnu með olíu þangað til það er orðið brúnt og stökkt.
- Setjið síðan elduðu rauðrófurnar saman við á pönnuna. Steikið saman.
- Taktu blönduna af pönnunni og settu í pott á lágan hita. Leyfið þessu að blandast saman.
- Sjóðið vatnið í katli og setjið í pottinn. Gott er að setja ekki allt vatnið. Geymið restina af vatninu þangað til seinna. Slökkvið undir og leyfið að kólna aðeins. Ath að hafa blönduna ekki of heita þegar sett er í blandarann.
- Setjið blönduna í blandara ásamt engiferinu, sítrónusafanum og kókosrjómanum og blandið vel saman. Ath hægt er að nota töfrasprota líka í staðin fyrir blandara.
- Það sem er gott að gera í lokin er að setja súpuna aftur í pottin og hita smá.
Súpan á að vera þykkt. Þannig að notaðu minna en meira vatn en bættu þá við í lokin
Meðlæti: Þegar súpan er borin fram er tilvalið að hafa kókosrjóma eða kasjúhneturjóma með. Mér finnst gott að steikja sólblómafræ og graskersfræ á pönnu og strá yfir.
Kasjúhneturjómi
4 dl kasjúhnetur
1 msk maple sýróp (má sleppa)
Kasjúhneturnar settar í vatn í um 6-8 klukkustundir. Takið vatnið af og skolið. Setjið í blandara eða matvinnsluvél blandið þanga til að blandan verður silkimjúk. Stundum þarf að bæta örlitlu vatni við.