Sjálfsumhyggja er svo miklu meira en að gera vel við sig á snyrtistofu eða fara í tíma í nudd. Vissulega eru þetta frábær dæmi um sjálfsumhyggju. Margir hugsa um sjálfsumhyggju sem sjálfselsku og leti. En sjálfumhyggja er svo langt frá því að vera það. Sjálfsumhyggja er að gefa sér rými til vaxtar, rými til að huga að sjálfum sér.
Sjálfsumhyggja er líka SJÁLFSVIRKNI í eigin garð, sem er nærandi fyrir þig á dýpri svið tilvistar þinnar þannig að þú upplifir þig hamingjusaman eða sem heil manneskja. Hvert okkar hugum að ýmsum atriði í lífi okkar til að upplifa það að vera hamingjusamur eða heill. Þetta eru atriði eins og: líkamlegt, tilfinningalegt og andlegt, tengsl við sjálfið okkar, tengsl við aðra og vinnan okkar. Öll þessi atriði gefa okkur rými fyrir sjálfsumhyggju. Þannig að ef við setjum okkur það að huga að sjálfsumhyggju erum við í leiðinni að huga að heilsunni okkar, eigin vellíðan og jákvæðum persónulegum árangri.
Margir eiga erfitt með að gefa sér rými fyrir sjálfsumhyggju. Það er gott að hafa í huga viss atriði þegar þú byrjar. Gott er að byrja á því að taka frá tíma í dagbókinni þinni. Í hverri viku tekur þú tíma frá fyrir sjálfsumhyggju. Tímalengdin þarf ekki að vera löng. Nokkrar mínútur fyrst er gott. Byrja smátt og þannig finnur þú að þú ráðir betur við að taka frá tíma. Þegar sjálfsumhyggja er komin í rútínu mun það hjálpa þér að öðlast visst jafnvægi fyrir huga og líkama.
Hér eru nokkar punktar til að koma sjálfsumhyggju í rútínu:
-
Taktu frá tíma í viku skipulaginu þínu
-
Byrjaðu á stuttum tíma og bættu svo við tímann
-
Athugaðu hvaða atriði í þínu lífi þarfnast meiri athygli, veldu það
-
Hafðu stuðning frá vinum og fjölskyldu sem geta veitt þér ákveðið aðhald
-
Vertu viðstaddur, ekki vera með hugann annars staðar
Möguleikanir til að gefa sér sjálfumhyggju eru takmarkalausir. Það getur verið pínu snúið að finna hvað hentar best að gera. Það er gott að huga að því hvaða atriði í þínu lífi þarfnast meiri athygli. Það gæti þess vegna verið meiri svefn, slökun, hreyfing, félagslíf, fjölskyldan/vinir, góð næring, lestur svo eitthvað sé nefnt. Hafðu í huga að með tímanum geta þessi atriði breyst sem er í fínu lagi. Þú ert þar sem þú ert í dag. Lífið er í allskonar flæði.
Í lokin er gott að huga að því að breyta venju tekur tíma. Litlu virkni skrefin eru þau sem koma þér áfram. Með því að gefa þér rými og tíma í að þjálfa þig í sjálfsumhyggju mun það styðja þig í að temja þér jákvætt viðhorf og hugarfar til sjálfs þín. Orka þín og lífsgleði mun skína, neikvæðar hugsanir munu minnka, þú styrkir sjálfan þig og aðra í kringum þig.
Sjálfsumhyggja er alltaf sjálfsvirkni til þín sjálfs.
Njótið vel
Jana