Markmið - ein leið til að búa til góða venju

Markmið - ein leið til að búa til góða venju

Í upphafi árs byrja margir að setja sér ný markmið. Sumir vilja láta drauma sína rætast. Hvort sem það er markmið eða draumar sem þú vilt að rætist. Þá er gott að huga að því hvernig þú framkvæmir skrefin í átt að markmiðum þínu.
Ekkert markmið er of stórt en það skiptir máli hvernig þú setur þitt markmið. Þá er gott að huga að því að setja sér markmið sem eru raunhæf, sem eru raunhæf fyrir þig.
Þegar ég byrja að setja mér markmið, finnst gott að byrja á því að fara yfir árið sem er að líða. Hvernig kom árið út fyrir mig. Hvað virkaði vel fyrir mig og kannski hvað þarf að virkja betur eða virkja alveg. Náði ég markmiði mínu frá síðasta ári, eða er ég jafnvel enþá að taka litlu skrefin að því markmiði.
Það er ýmislegt sem ég hef í huga þegar ég er að setja mér nýtt markmið. Mér hefur fundist gott að skoða nánar ýmsa þætti áður en markmið er búið til. Það er að spyrja mig nokkra spurninga sem ég velti fyrir mér til að beina mér í rétta átt að mínu markmiði.
Hver er staðan á mér í dag
  • Hvernig er staðan á mér bæði líkamlega og andlega
  • Hvað gefur þetta markmið mér
  • Hver er staðan á markmiðum sem voru kannski sett í upphafi síðasta árs
  • Hvernig gekk mér að fylgja þeim
  • Er einhver hindrun sem gæti hindrað það að ég nái markmiði mínu
  • Hef ég rými til að setja inn markmið og fylgja því frá degi til dags
 
Áður en lengra er haldið er gott að setjast niður. Í næði. Hafa blað og penna nálægt þér. Lokaðu augunum, fylgstu með andadrættinum þínum, leyfðu öllum hugsunum að fljóta í burtu..og leyfðu þér bara að vera, eins og þú ert í dag. Leyfðu öllu því að koma sem kemur.. Hvað er það sem þig langar virkilega að ná árangri í. Hvað venju viltu breyta eða hvaða nýju venju viltu búa til ? Hvert er þitt markmið.
Skrifaðu niður hvað kemur. Það getur verið svo margt. Þitt markmið er þitt. Hversu lítið sem það er og hversu stórt það er. Hjá þér gæti t.d stórt markið verið að ná að hlaupa 3 km án þess að stoppa en hjá öðrum gæti stórt markmið verið að hlaupa 21 km án þess að stoppa. Markmið þarf heldur ekki að vera eitthvað líkamlegt. Kannski viljum við setja okkur markmið í því að verða hugrakkari eða jafnvel meira jákvæðari. Ekkert markmið er of lítið. Við tökum samt alltaf litlu skrefin þangað, með því að brjóta upp markmiðið í smærri skref með tímalínu. Þú byrjar ekki að klífa fjallið á fjallstindi þess heldur tekur þú smærri skref þanga til þú ert komin á toppinn. Skrefið sem þú tekur í dag hefur áhrif á skrefið sem þú tekur á morgun.
Virkniskref er sjálfsumhyggja til mín sjálfs
Lítum aðeins betur á framkvæmd að markmiðum sem þú ætlar að setja þér. Segjum svo að þú ert pínu sófakartafla, hefur lítið hreyft þig, ert að kljást við verki, og ert í ofþyngt. Þig langar að byrja að hreyfa þig svo að þér líður betur. Segjum okkur það að við höfum sett okkur það markmið að bæta heilsu okkar. Markmiðið er að bæta heilsuna með hreyfingu. Þú ert búin að fara yfir stöðuna á þér. Þú hefur sett þér markmið sem er að ganga 5 km á dag, 3 sinnum í viku. Markmiðið er til langtíma 3 mánuðir í senn. Markmiðið er gert til þess að þú náir styrk, liðleika og eflir þol, ásamt því að þú njótir þess að vera í náttúrunni sem gefur þér orku. Þetta markmið er líka gert til að taka út óæskileg venjur og setja inn nýja æskilegar venjur.
Nú skulum við fara að setja þetta upp þannig að þú náir að klára þetta markmið sem þú settir þér. Þetta eru 12 vikur. Það eru 7 dagar í vikunni. Nauðsynlegt er að gefa þessu nýja markmiði rými, hvað varðar:hvenær og hversu lengi hlutirnir eru gerðir hverju sinni. Mikilvægt er að setja upp vikuna, hvað varðar verkefni, vinnu, ásamt öllu sem við þurfum að gera þessa 7 daga. Þannig sérðu nákvæmlega hvaða tíma þú hefur í að vinna að markmiðinu þínu og setur tíma fyrir markmiðið inn í dagskránna þína. Þú gefur markmiðinu rými. Kannski er svo að þú þurfir virkilega að hugsa um að taka út venjur, t.d að minnka að horfa á sjónvarpið að minnka að vera í símanum.
Þá erum við komin að því að skoða hvernig þú ætlar að takast á að labba 5 km 3 sinnum í viku, eftir 3 mánuði. Eins og áður kom fram ertu kannski ekki í góðu formi svo að 5 km gætu bara alveg verið miklu erfiðara heldur en þú gerir þér grein fyrir. Þannig að við setjum þessa 5 km þannig upp að þú vinnur að því með litlum virkni skrefum 3 sinnum í viku að ná 5 km göngu eftir 3 mánuði. Mikilvægast er að fara 3 sinnum í viku. Þannig að þú byrjar á því að labba t.d 1-2 km fyrstu 2 til 3 vikurnar og ferð svo að bæta við, þanga til að þú finnur það að þú átt auðveldara með að labba. Jafnvel fyrir suma væri alveg nóg að byrja í hálfum km.
Rými til vaxtar
Það sem er mikilvægast er að taka skrefið, gefa markmiðinu rými svo þú náir því að klára markmiðið á þessum 3 mánuðum. Ekki sleppa að fara út að labba, heldur alltaf að hugsa að þú sért að vinna að því að verða betri í að labba. Það sem gerist þegar þú fylgir því að vinna að markmiðinu þá fer þér að líða betur, þú finnur að þú ert öruggari, sjálfstraustið eykst og þú finnur að þú átt auðveldara með að fylgja prógramminu sem þú settir þér. Við hreyfingu fer líkaminn þinn að losa meira af hamingjuboð efninu Endofín þannig að þér fer að líða betur og líkamann þinn kallar alltaf á endurtekningu á hreyfingunni. Þannig að ný venja verður til sem þú heldur áfram að gera án þess endilega að kosta miklu til.
Nokkrir góðar puntktar:
  • Alltaf skrifa niður markmið
  • Gott er að fylgjast með vegalendum/skrefum með úri eða síma
  • Gott er að skrifa niður líðan sína og hrósa sér fyrir að fylgja prógramminu.
  • Láta aðra manneskju sem þú treystir vel vita af markmiðinu þínu. Þannig færðu stuðning.
  • Hafðu loka markmið alltaf nálægt þér
  • Sjáðu fyrir þér hvernig þér mun líða þegar markmiðinu er náð
  • Mundu að litlu skrefin eru þau mikilvægustu, að fara að labba hversu lítið sem það er
Gangi þér sem best
Jana
Aftur í pistla