Hvernig ræktar þú þinn þarmagarð ?

Hvernig ræktar þú þinn þarmagarð ?

Á minni heilsuvegferð hef ég áttað mig á því að líkaminn minn er eitt stórt undarverk og oft upplifi ég líkama minn sem eitt stórt vistkerfi sem í raun er hluti af miklu stærra samfélag, heldur en ég oft geri mér grein fyrir.  Til þess að þetta undursamlega vistkerfi nái að vera blómlegur fallegur garður þarf vistkerfið ákveðið gott og nærandi umhverfi og hefur ákveðnar þarfir til þess að lifa af.

Upp frá þessari meðvitund fór ég að átta mig á þetta stóra vistkerfi er frekar flókið og vinnur í samspili við mörg önnur kerfi, innan þá vistkerfisins. Þetta vistkerfi sem þrífst á súrefni, vatni, næringu, hreyfingu, hvíld og lífverum er í raun alltaf að reyna að viðhalda ákveðnu jafnvægi í líkamanum sem kallast Homeostasis. 

Til þess að halda þessum jafnvægi hefur líkaminn þinn þá vistkerfið,  ýmis kerfi sem vinna saman við að halda þessu jafnvægi. Kerfin vinna saman við að vinna úr upplýsingum, efnaskiptum, búa til taugaboðefni og hormón. Þessi kerfi sjá um upptöku á næringu, vítamínum og hreinsa út allt sem hann hefur ekki þörf fyrir.  Vistkerfið hefur ákveðnar þarfir til þess að viðhalda þessu jafnvægi(Homoeostasis) en það er hrein fæða sem kemur frá náttúrulegu umhverfi,  jafnvægi á próteini, kolvetnum, trefjum og vatni ásamt góðum lífverum sem lifa í meltingarveg. Ásamt þessu þarf líkaminn hvíld, slökun og hreyfingu. 

Mér finnst svo gaman að líkja líkamanum við stóran garð sem þarfnast vissa skilyrði til þess að lifa af vegna þess að oft er ég að hugsa betur um blómin mín heldur en mitt eigið vistkerfið. Það er nefnilega þannig að ég hef staðið sjálfan mig að því að hugsa vel um blómin mín sem eru í kringum mig.  Ég umpotta, vökva, gef extra góða næringu, sé um að blómin fái rétta birtu og tala fallega til þeirra. Þannig er ég að huga að þeirra vexti og vellíðan.

Það var síðan  í eitt skipti sem ég var að umpotta að ég fór að hugsa um mína rót og í hvaða umhverfi hún væri í raun að vaxa. Jú rótin á blóminu er víst það mikilvægasta ásamt að hafa rétt umhverfi til að vaxa og vatn. Ég komast að því að meltingarkerfið er eitt af því kerfi í vistkerfinu mínu sem er eitt af þessari mikilvægu rót.  Í meltingarkerfinu fer mikilvæg vinnsla fram til þess að rótarkerfið mitt virki sem best.  Frá munni niðri í maga, til þarma og svo út í gegnum ristil.

Meltingarkerfið er kerfi hannað til að brjóta niður fæðuna sem við borðum svo að líkaminn geti unnið úr fæðunni, gefið frumunum okkar eldsneyti, býr til efnabreytingar, flytur taugaboð og sér um næringarupptöku á fæðunni sem við borðum. 

Síðan endar fæðan í þörmum þar meltist hún, brotnar niður og frásogast til frumna. Í þörmum eru billjónir af lífverum sem mynda þarmaflóruna í meltingarvegi. Þegar talað er um lífverur er átt við lifandi bakteríur, sveppi eða vírusa sem lifa í aðallega í þörmum og ristli. Þessar örsmáu lífverur mynda lífvirk efnasambönd og aðstoða meltingarveginn að vinna úr næringunni, virkni slímhúðar, vinnslu  á orku og næringarefna, ónæmissvörun líkamans, bólgumyndun og framleiðslu á taugaboðefnum eins og Serotóni. 

Ef við lítum á að meltingarkerfið og þarmaflóruna sem jarðveginn og rótin okkar er staðsett þar, væri því ekki upplagt að skoða þetta nánar, þá með tilliti til hvað við erum að setja ofan í okkur og í hvaða umhverfi við erum ? 

Mikilvægi heilbrigðrar þarma og þarmaflóru

Ef við skoðum þessar lífverur sem dvelja í þörmunum þá er talið um að það séu um 1000 tegundir baktería sem lifa í þörmunum og heildar baktería er um 100 billjónir !  

Í meltingarkerfinu þrífast bakteríur. Góðar bakteríur og líka ekki svo góðar. Báðir þessir flokkar af bakteríum þurfa viss skilyrði og umhverfi til að lifa af í meltingarveginum, þá aðallega í þörmunum. 

Bakteríurnar lifa sjálfar af næringarefnum frá líkamanum og eru aðskildar frá frumunum okkar með þykku slímlagi sem þekur þær, svo lengi sem þessi þykka slímhúð er ósnortinn, komast bakteríurnar ekki í snertingu við þarma frumurnar.  Góðu bakteríurnar lifa á hreinu fæði, trefjum og öðrum bakteríum en vondu nærast á t.d sykri, geri og t.d mikið unnum matvælum. Góðu bakteríurnar berjast ásamt ónæmisfrumunum gegn allskonar sjúkdómsvaldandi örveru, ásamt því að gegna lykilhlutverki í meltingu og næringarupptöku. Hins vegar mynda vondu bakteríurnar t.d bólgur, minnka slímlag frumna og mynda oft ekki svo gott umhverfi fyrir góðu bakteríurnar að lifa í. 

Lactobacillus bakterían framleiðir t.d mjólkursýru úr úrgangsefni en hún gegnir lykilhlutverki við að halda pH gildi súrum í þörmunum og sér um að sýklar geta ekki þrifist í þörmum, sem gæti orðið að ofvexti. Auk þessa hafa þessar bakteríur hlutverk í efnaskiptum, ónæmisviðbragðinu og framleiðslu á lífenasamböndum, þar á meðal vítamínum og hormónum.

Ef eðlileg samsetning á þessu góðu bakteríusamfélagi er truflað með einhverjum hætti, t.d næring, umhverfi sem þær lifa í, streitu og sjúkdómum fer þessi starfsemi úr jafnvægi. Vondu bakteríurnar fjölga og góðu eiga erfitt uppdráttar.  Þess vegna getur alls konar röskun á þessum þáttum valdið ójafnvægi á milli góðra og slæmra baktería.

Þetta ójafnvægi getur oft haft áhrif á virkni þarma og komið á stað ákveðnum heilsufarsvandamálum. Oft hefur þetta ójafnvægi verið tengt sykursýki, bólgusjúkdómum í þörmum, offitu og hjarta og æðasjúkdómum, notkun sýklalyfja, borða trefjasnautt fæði og óheilbriðgum lífsstíl. 

Hvaða áhrif hafa þarma á heilsuna okkar ?

Ég hef farið yfir hér að ofan um það hversu mikilvæg góðar þarmabakteríur eru fyrir okkur og skipta sköpum til að halda vondu bakteríunum í skefjum og viðhalda góðum skilyrðum fyrir góðu bakteríurnar til að starfa í góðu samstarfi við öll hin kerfin í líkamanum.

Það sem er gott að skilja er að vel starfandi þarmar brjóta niður matinn okkar í mismunandi næringarefni. Þetta frásogast síðan og berst með blóðrásinni um allan líkamann. Þetta skapar góð skilyrði fyrir okkur að fá eins góð næringarefni inn í blóðrásina. Þetta ferli er mikilvægt fyrir heilsuna okkar.  Áhrif þess að borða mat sem truflar þetta samfélag hefur áhrif. Ef uppistaðan af næringunni okkar er sykur þá erum við í raun að fæða vondu bakteríurnar og góðu ná ekki alveg að virka. Ef við hins vegar erum að borða trefjaríka fæðu, passa upp á að drekka vatn og borða fæðu sem inniheldur t.d Lactobacillus bakteríuna erum við að styrkja góðu bakteríurnar.

Góð þarma heilsa hefur áhrif á andlega líðan

Undanfarin ár hefur umræðan aukist til muna að það séu að það séu tengsl á milli góðra þarma heilsu og andlegra og líkama vellíðan. Umræðan hefur snúist mikið um það að tengja saman örverur í þörmum við heilann sem bætir andlegan líðan. Í dag er talað um þarma heila ás (e.Gut-Brain Axis) sem hefur samskipti í báðar áttir - þar sem heilinn hefur áhrif á starfsemi þarma í gegnum taugakerfið og á móti getur örveran í þörmum haft áhrif á skap okkar, vitsmuni og andlega heilsu. 

Talið er að heilinn þá taugakerfið hafi áhrif á þarmaflóruna í þörmum og þarmaflóran hafi áhrif á virkni heilans, þessi virkni er stjórnað af flökkutauginni (vagus taug) en hún tengir saman heilann og meltingarveginn, í báðar áttir. Vagus taugin er staðsett í Parasympatíska taugakerfinu. Vegna þessara virkni sem vagus tauginn hefur á þarma er mikilvægt að næra taugakerfið, þá út frá hvíldinni. Síðan eru það efni sem eru losuð í þörmum sem hafa áhrif á heilastarfsemi, þar með talið vitræn virkni.

Þarma bakteríurnar framleiða margskonar efnasambönd má þar nefna taugaboðefnin serótónín og leptín. Serótónín sér um að koma á stöðugleika á skapi okkar, líðan og hamingju. Leptin vinnur að því að stjórna líkamsþyngd okkar. (Matarlyst). Þannig að hvers kyns truflun á þessum þarma-heila ás truflar ekki aðeins skap okkar og andlega heilsu heldur getur það einnig leitt til truflunar á starfsemi þarma.

Í stuttu máli gegna þarmarnir mikilvægu hlutverki í almennri heilsu okkar, vellíðan og hafa mikla þýðingu fyrir eðlilega starfsemi líkamans.

Er þinn þarmagarður í jafnvægi ?

Nú í dag erum við að innbyrða meira af allskonar eiturefnum og efnum í fæðunni okkar. Við borðum fæðu sem við vitum hreinlega ekki hvernig er ræktaður, hvernig fæðan er unnin og úr hvaða efnum hún er búin til úr. Við erum líka að upplifa streitu í okkar daglega lífi sem hefur áhrif á virkni þarma og heila. Líkaminn á erfiðara að vinna úr lélegri næringu og streitunni sem við upplifum alla daga. Við náum ekki að taka þá hvíld sem líkaminn þarfnast til þess að endurnærast og ná jafnvægi í þörmum og heila.

Þegar þetta ójafnvægi birtist eigum við það til að eiga erfiðara að viðhalda eðlilegri næringu, við sækjumst í sykur og kolvetnaríkan mat. Vondu bakteríurnar eru meira virkari heldur en þær góðu.  Í þessu ástandi er meltingarkerfið og þarmar að erfiða og ná ekki að vinna nægilega vel úr allri næringu sem þú ertu að borða. Líkaminn fer í næringarlegt ójafnvægi. 

Oft kemur það fram í einkennum eins og meltingartruflunum. Þá er meira af uppþembu og gasi, ásamt niðurgangi eða harðlífi. Röskun verður á taugaboðefnum sem leiðir til andlega spennu, skap breytist,  þunglyndi og kvíða, ásamt einbeitingarskorti.

Húðin sýnir oft einkenni eins og exem eða ertingu á húð. Sykurlöngun eykst vegna þess að í raun erum við að fæða slæmu bakteríurnar með óhollumatarræði, sykri og trefjasnauðu fæði. Þessar bakteríur breyta bragðviðtökum, sem hafa áhrif á matarlyst (Leptin) og örva vagus taugina  sem getur leitt til ofáts. Önnur einkenni eins og orkuleysi, þreyta og aukin bólga fylgja oft ójafnvægi á þarmaflórunni.

Gerðu ákveðna tilfærslu

Það besta sem þú getur gert í þessu sambandi er að bæta lífstílinn þinn. Fara í að næra þig í réttum hlutföllum af próteini, kolvetnum, fitu og trefjum. Næra þinn þarmagarð. Taka út þau matvæli sem hafa áhrif á þarmaflóruna og bæta inn góðum bakteríum í mataræðið þitt, ásamt því að næra taugakerfið í gegnum hvíld. Þetta snýst um jafnvægi, að fæða góðu þarma bakteríurnar með réttu mataræði og svelta vondu þarma bakteríurnar.

Hvíld og slökun er mikilvægur þáttur til að draga úr streitu. Í mikilli streitu eru boðin á milli heila og þarma undir álagi. Það hefur hefur mikil áhrif á sykurlöngun, hvernig meltingin vinnur úr næringu og næringarlegri upptöku. Góðu bakteríurnar eru jafnvel orðnar frekar þreyttar og úrillar. Þeim vantar næringu til að virka í þínu vistkerfi. 

Með því að taka út unnin matvæli, sykur, einföld kolvetni og önnur hugsanleg ertandi efni úr mataræði þínu og setja í staðinn inn næringu sem er náttúruleg, betur samsett, sem er rík af trefjum, sem innihalda probiotics og prebiotics lífverur, gerjaðan mat, góða fitu, magurt prótein, grænmeti og ávextir, hnetur og fræ mun það draga úr bólgum og  verkjum, styrkja ónæmiskerfið og meltingarkerfið, draga úr hungri og styðja við andlega heilsu.  


Með því að skilja betur val á næringu og hvíld, getur þú bætt þinn þarmagarð - þitt vistkerfi, gert garðinn blómlegan og náð fram betri virkni og vellíðan. Þú bætir ekki bara líkamlega hreysti heldur nærðu að efla andlega heilsu. Þetta er spurning um að gera litlar breytingar en stöðugar á lífstílnum þannig að þú eflir þína heilsu. 

Gangi þér sem allra best

Jana

Aftur í pistla