Hvað er Reishi Sveppur?

Hvað er Reishi Sveppur?

Reishi sveppurinn, þekktur einnig sem Ganoderma lucidum, er sveppur með djúpar rætur í heimildum forn náttúrulækninga í Asíu.

Forn notkun í Asíu:

Reishi sveppurinn hefur verið notaður í fornri kínverskum, japönskum og kóreskum nátturulækningum í mörg hundruð ár. Hann er talinn vera einn af hinum helgustu sveppum og er tengdur við ýmsa heilsuávinninga. Hann er oft kallaður “Sveppur Ódauðleikans”.

Lækningar og heilsuávinningar:

Reishi sveppurinn hefur verið notaður til að auka lífsorku, styrkja ónæmiskerfið, draga úr kvíða og streitu, styðja hjarta- og æðakerfið, og til að stuðla að heilbrigði lifrar og örva meltingu. Hann er talinn halda jafnvægi í líkamanum og stuðla að almennri vellíðan.

Verndandi áhrif:

Reishi sveppurinn hefur vakið áhuga vísindamanna með sínum mögulega verndandi áhrifum. Hann inniheldur mörg náttúruleg efni sem eru tengd öruggri og viðvarandi heilsu, svo sem andoxunarefni, hindrar bólgumyndun og hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt og viðhald.

Nútíma notkun:

Áhugi fyrir Reishi sveppnum hefur aukist víða um heim og hann er nú notaður sem viðbótarefni. Hann er tilvalinn fyrir þá sem vilja nota náttúruleg og heilsusamleg næringarefni og fá ávinninga frá þessum frábæra svepp.

 

Gott er að ráðfara sig við lækni ef þú ert að klást við mikinn heilsubrest. Sveppir eru ekki til að lækna sjúkdóma heldur til að styðja við líkamann til betri virkni

Aftur í pistla