Hvernig þú hugsar til sjálfs þíns getur haft mikil áhrif á hvernig þér líður andlega og líkamlega. Neikvæðar hugsanir geta haft neikvæð áhrif á sjálfstraust þitt, innri styrk, orku og sjálfvirka taugakerfið þitt, sympatíska og parasympatíska kerfið.
Á hverjum degi flæðir mikið magn af hugsunum í gegnum hugann okkar. Hugsun þín gæti verið hamlaus, hugsun ryðst inn og þér finnst þú ekki ráða við eitt né neitt.
Við eigum það til að lifa lífinu á sjálfsstýringu með venjubundið mynstur af sjálfsvorkunn,reiði, viðurkenningu, ótta o.s.frv. Þessar hugsanir eiga það til að stjórna okkur og taka yfir lífið okkar án þess að við gerum okkur grein fyrir því.
Þessar neikvæðu niðurbrjótanlegu hugsanir fá að ráða. Svona yfirleitt. Þær eru sterkari en þær jákvæðu, það mætti segja að þær sjúga úr þér allan mátt við að lifa því lífi sem þú óskar þér. Þegar upp er staðið munu þessar hugsanir láta þér líða illa. Þú finnur fyrir tilfinningum eins og fyrir skorti, höfnun, depurð, gremju og einmanaleika.
Allt sem við hugsum er verknaður
Þegar við förum að gera okkur grein fyrir þessu ástandi verðum við meira meðvituð um að þessar hugsanir eru í raun flótti sem leiðir til þjáningar ástands. Það sem gerist við þetta laskaða ástand er að einbeiting minnkar, erfitt að muna og taka akvarðanir, orkuleysi og þreyta gera vart við sig, ónæmiskerfið veikist, vanmáttur eykst, neikvæðar tilfinningar og hugsanir verða stærri og einbeitingarskortur gerir vart við sig. Við gætum upplifað að lífið okkar sé erfitt og tilgangslaust.Við eigum erfiðara að gera eitthvað sem gæti hjálpað okkur í að halda góðri andlegri heilsu.
Þegar við erum í þessu vélmenna ástandi erum við ekki meðvituð um hvað er að gerast. Við vitum kannski að einhverju leyti að við erum reið en við gerum okkur sennilega ekki oftast grein fyrir því að við höfum möguleika á að vera ekki reið
Það sem gerist í þessari hugsunar flækju, er að þú finnur fyrir sársauka. Tilfinningar gera vart við sig. Þú ferð að búa þér til aðstæður sem í raun eru hamlandi fyrir þig. Án þess að vera endilega meðvitaður um það. Þegar þú finnur fyrir sársauka þá er það okkur eðlislægt að flýja aðstæður eða að við finnum eitthvað til að sefa sársaukann.
Það er því áhrifaríkt að skoða hvaðan þessar hugsanir koma, eru þær raunverulegar, eða koma þessar hugsanir frá einhverju sem dvelur djúpt innra með þér. Líka er gott að hafa í huga að ef til vill þekkir hugur þinn ekkert annað nema að virka eins og hann virkar eins og hann virkar í dag. Er hugur þinn kannski alltaf í varnarstöðu og á erfitt með að breyta, vegna þess eitt að hugunarmynstrið þitt er og hefur alltaf verið svona.
Samt ekki byrja að tala niður til þín varðandi það að hugsun þín er kannski ekki alveg eins og þú vilt hafa hana. Samspil margra þátta hafa áhrif á hugsun þína. Má þar nefna gen, uppeldi, áföll og lífsstíll.
Það er því gott að staldra við, og spyrja sig hvernig er viðhorf þitt til þín sjálfs ? hvað ertu að segja við þig frá morgni til kvölds…hvað er undirmeðvitundin að segja að nóttu? Er hugsun þín jákvæð til þín eða er hún neikvæð. Eru hugsanirnar þannig gerðar að þær láta þig líða vel ? Gæti verið að þú sért einfaldlega að draga úr mætti þínum við að búa til þessa jákvæðu tilfærslu í eigin lífi.
Þjálfun hugans
Það sem við gerum er að við byrjum á því að þjálfa hugann í gegnum virkni skref hugans. Þessi virkni skref eru lítil skref tekin í sjálfsumhyggju og kærleika. Rétt eins og við þjálfum vöðva. Við endurskoðum og endurstillum hugsun okkar. Með því eitt að gera það erum við byrjuð á þeirri vegferð að líða betur gagnvart okkur sjálfum. Sem er forsenda fyrir því að við náum að lifa því lífi sem við óskum okkur. Við það að eitt að þjálfa hugann fer okkur að líða betur og okkur tekst betur að takast á við áreiti, áskoranir og ná markmiðum okkar.
Nokkur góð virkni skref fyrir hugann:
-
Við byrjum á því að vilja að hafa viljan til að gera breytingu. Ekkert byrjar án þess.
-
Það næsta er að vera meðvitaður um hverja hugsun. Að leyfa þessum hugsunum að koma án þess að dæma, skoða og skynja hvað í raun er verið að hugsa. Mikilvægt er að þekkja og kynnast hugsuninni, gera greinarmun á hvað eru góðar hugsanir og slæmar hugsanir og hvernig eru viðbrögðin við tilfinningunni sem kemur í kjölfarið á hverri hugsun. Þannig náum við að sleppum tökunum á tilfinningunni. Þegar við höfum skoðað hugsunina þá eigum við auðveldara með að setja inn jákvæðar breytingar.
Þegar við byrjum að beina hugsunum okkar í rétta átt, förum við ómeðvitað að hugsa meira jákvætt. Það er mikilvægt að muna að hafa ekki áhyggjur af öllum hugsunum okkar sem koma og fara. Heldur frekar vera meðvitaður um hvernig þú hugsar.
-
Þegar við höfum skoðað hugsunina förum við markvisst að setja inn jákvæðar staðhæfingar. Með því að nota staðhæfingar möntrur,fáum við tækifæri til þess að sjá nýjum fræjum í undirmeðvitundina. Við endurprógrömmum hugsunina. Stöðugt setjum við inn orð, upphátt eða í hljóði, jákvæð orð, í stað þess neikvæða. Undirmeðvitundin fer að trúa þessum nýju orðum, þannig hefst tilfærslan í hugsuninni.
-
Hugleiðsla er viss aðferð við að stjórna hugsunum sem eiga það til að leggja undir sig allan hugann. Í hugleiðslu ertu að færa athyglina frá ytra umhverfi inn í þitt innra umhverfi. Í raun ert þú hlutlaus aðili að þínum hugsunum. Það gefur þér ró inn í hugsunina. Þannig nærðu að hafa betra vald á hverri hugsun.
-
Jóga nidra djúpslökun hjálpar þér við að ná slökun fyrir huga og líkama. Þú nær að stróka út neikvæð mynstur sem þú gætir hafa þróað með þér. Jóga nidra hjálpar þér að kyrra hugann, leyfir þér að að vera í andartakinu og sleppa tökunum á því sem jafnvel þjónar þér ekki lengur.
Þegar við náum ákveðni slökun, þá virkjum heilunarkraftinn sem býr innra með okkur og uppgvötum hvernig er best er að hvílast í náttúrulegu flæði lífsins sem fer upp og niður, við finnum að við erum meðvitaðri um tilfinningar sem koma og fara eða hvernig við bregðumst við eða dæmum.
Virkni skref til sjálfs þíns eru uppbyggjandi skref í átt að vellíðan. Þetta er ferðalag ekki áfangastaður. Þetta er leiðarvísir að vaxandi lífi. Virkni Skref er að taka lítil sjálfsumhyggju skref til sjálfs þíns, í átt að vellíðan. Eitt lítið skref á hverjum degi, leiðir þig áfram í átt að betra lífi.
Lítil virkni skref í átt að vellíðan
Þegar þú skoðar að gera breytingar í lífinu er gott að taka lítil virkniskref í átt að markmiðinu þínu frekar en að gera miklar breytingar á skömmum tíma. Þú einbeitir þér að búa til heilbrigðar viðráðanlegar venjur út frá þínum gildum. Þegar þú nærð að gera þessar litlu breytingar sannar þú fyrir sjálfum þér að þú getur náð að breyta hjá þér hegðun. Það vekur hjá þér sjálfstraust til að halda áfram og auðveldar þér að yfirstíga hindranir.
Í þessum pistli fjallaði ég um nokkur virkni skref hugans. Prógrammið mitt “Vaxandi ég” leiði ég þig í gegnum fleiri virkni skref sem tengjast saman við að auka vellíðan og öðlast það líf sem þú óskar þér. Þetta er heildræn langtíma ferðalag til sjálfsuppkvötunnar og vellíðunar. Þessi virkni skref eru:
-
Virkni skref - næring
-
Virkni skref - hreyfing
-
Virkni skref - innri ró
Að taka ábyrgð á eigin líðan er það stórkostlegasta sem þú getur gert fyrir sjálfan þig. Taktu meðvitaða ákvörðun um að setja þig í fyrsta sætið.
ást og friður
Jana