Geggjað sveppa ískaffi

Geggjað sveppa ískaffi

Ég elska að fá mér ískaffi á sumrin. Það er bara eitthvað við það að fá sér góðan drykk og njóta þess að vera verandi í mínu lífi. Upplifa andartakið.

                                              

Það sem ég er ekki endilega hrifin af er að hafa drykkinn með miklum sykri og allskonar gumsi. Það sem ég nota er hlynsíróp sem er vissulega sykur en virkar betur fyrir líkamann en t.d hvítur sykur og er minna unnin. Ég reyni að nota ekki mikið. Hins vegar nota ég stundum stevíu. Þá stevíu sem er bragðbætt með allskonar bragði. Ég nota t.d kanil og vanillu frá Now. Í þessari uppskrift nota ég bæði sykur og stevíu. Það er mjög gaman að leika sér með bragðið og endilega vera dugleg að prufa sig áfram. 



1 bolli kaffi(sterkt)(sveppa kaffi frá NærandiLÍF)

1 bolli möndlumjólk(óskyrkruð. Hægt að gera sjálfur: 1 msk möndlusmjör og ½ bolli til 1 bolli vatn. Sett í blandara og blandað.

1 bolli ísmolar

1 msk hlynsíróp

1 til 2 dropar stevía 

Aðferð

Gerðu kaffibolla í kaffivél. Kældu vel. Veldu þér gott glas, um það bil stórt mjólkur glas. Það er smartara og gaman að drekka úr því. Settu kælda kaffið í glasið. Síðan ísmolana. Hræðu saman möndlumjólkina, hlynsírópinu og stevíunni saman.  Helltu saman við kaffið og ísmolana. Notaðu rör. Hræðu pínu saman.

Njóttu ! 

Kærleikur

Jana

Aftur í pistla