Ertu í varnarstöðu?

Hefur þú fundið fyrir pirringi eða að allt sé svo yfirþyrmandi og þungt? Ertu að ofhugsa hluti, áttu erfitt með að sleppa tökum á hugsunum eða atriðum sem t.d gerðust í gær ? Finnst þér þú vera bara að fljóta um lífið…
Áreiti hið innra og hið ytra
Eru dagarnir stundum þannig að þú átt erfitt með að halda athygli, orkan lítil sem engin og allt virðist ekki ganga upp. Þetta ástand gæti verið tengt því að það þú sért að upplifa streitu ástand,, þú ert með kveikt á flótta- og forðunar viðbrögðum líkamans og ert í varnarstöðu allan daginn. Taugakerfið er yfirspennt og þú ert komin langt frá þinni eigin uppsprettu og hugsast getur.
Í dag er ógnin ekki endilega sú að við erum að hlaupa í burtu frá stórum ísbirni heldur liggur hún í daglegu amstri, lífinu okkar. Þættir eins og álag í vinnu og heima fyrir , lítill svefn, engin hvíld, of mikil hugsun, röng næring, of mikil þjálfun, veikindi, erfiðar uppeldisaðstæður, orð sem sögð eru við okkar eða við segjum við okkur sjálf og neikvæðar hugsanir.
Streita er eðlilegur hluti af lífinu en langvarandi og ómeðhöndluð streita getur verið skaðleg heilsu okkar. Það er gott að átta sig á því að þú getur ekki alltaf haft stjórn á upptökum streitu, en þú getur lært að breyta viðbrögðum þínum við áreiti, bæði innri og ytri. Það er því gott að kíkja inn á við, sjá og skoða hvað gæti hugsanlega verið að valda því að við eigum erfitt með að takast á við áreiti.
Án þess að gera sér grein fyrir..
Jafnvel gætir þú verið í streituástandi án þess að gera þér grein fyrir því. Kannski er það svo að þú ert að hugsa hugsanir sem eru að valda streituástandi. Hugsanir sem þér finnst ef til vill eðlilegar, eru kannski að valda streituástandi. Þá er svo gott að fara að kynnast sjálfum sér betur, hverjar eru þessar hugsanir, og í raun þekkja betur sjálfan sig, þannig að þú gerir þér grein fyrir einhverri hugsunarvillu, sem veldur því að þú ert í varnarstöðu allan daginn.
Þetta á t.d við ef einhver segir orð sem þér mislíkar við, þú bregst við með því að það kemur hugsun, hugsun getur orðið að tilfinningu. Þú ferð í varnarstöðu. Öndun verður hraðari, hjartsláttur örari, þú svitnar, bítur saman tönnum, erfitt að kyngja. Allan daginn ertu að hugsa um þessi orð, sem lenda djúpt inn í undirmeðvitundinni og geymist þar, þanga til næst þegar einhver segir eitthvað í sama dúr. Þá poppar þessi tilfinning upp og þú ert aftur komin í varnarstöðu.
Það sem við þurfum að vinna með er að fara úr því ástandi að hugur okkar stjórnar í það að vera meðvituð um að vera verandi í okkar lífi. Ná að endurheimta vitundina okkar frá huganum.
Hugsun okkar er sterkari en við höldum
Allt byrjar þetta á því að skoða hugsunina þína. Hugsanir þínar gætu verið að valda streitu ástandi. Hvernig bregstu við. Hver ertu í raun. Hver hugsun hefur áhrif á hvernig taugakerfið skynjar hvort um ógn sé að ræða.
Þess vegna er það grunnur alls að vita hver við erum í raun. Hvað býr innra með okkur. Við förum inn á við, gefum okkur frí frá ytri skynjunum og upplifum kyrrðina innra með okkur. Meðvitað förum við að taka eftir hverri hugsun, skoða og meta, í raun sleppa síðan tökum á þessari hugsun.
 
Þegar við skoðum hugsun okkar erum við meðvitað að segja við okkur að þessi hugsun sé ef til vill ekki styðjandi fyrir okkur, þannig leyfum við henni að fljóta í burtu, þannig að hún verður aldrei að tilfinningu, tilfinning er viðbragð við hugsun. Taugakerfið bregst við tilfinningu.
Þannig losnar um hugsanir sem gætu verið að trufla það að við náum að vera í andartakinu, andartakið er alltaf hér og nú og er aldrei í streituástandi.
Við það eitt að ná að beina athyglinni frá hugsuninni og inn í líkamann náum við að leyfa hugsuninni að fljóta í burtu, hugsunin nær ekki fótfestu í huganum okkar. Það gefur okkur það að við finnum betur fyrir lífsorkunni okkar, það gefur styrk í vera í andartakinu.
Þú styrkist í að takast á við áreiti og álag meðvitað, þannig gefur þú eftir, í raun bregst taugakerfið ekki við því sem gerist innan og utan líkama þíns. Þú heldur þinni innri ró og ekkert getur breytt því.
Nokkur atriði
Það eru nokkur atriði sem hægt er að nýta sér þegar við erum að vinna við það að skoða hugsanir og beina athyglinni frá hugsuninni og inn í líkamann.
Öndun okkar er öflugt verkfæri. Bara það að fylgjast með öndun okkar, nær taugakerfið að gefa eftir. Öndunar kerfið okkar er stjórnað af taugakerfinu okkar, sympatískakerfið sem er drifkerfið stækkar lungun en parasympatíska kerfið sem er sefkerfið dregur lungun saman.
Staðhæfingar með ásetningi er það atriði sem nær að setja inn jákvæð orð, inn í hugann. Þannig sáum við nýjum fræjum í undirmeðvitundina, við förum að trúa þessum nýju jákvæðu orðum um okkur sjálf, við styrkjust í vitund okkar og náum að gefa eftir. Við það eitt að segja jákvæð orð um okkur sjálf, gefur taugakerfið eftir. Það skynjar ekki ógn.
Jóga nidra getur umbreytt líkama okkar og huga. Þetta kerfisbunda kerfi sem jóga nidra er getur rofið streituástand.
Jóga nidra örvar virkni parasympatíska sefkerfið, með því að fara í djúpa slökun, og þar með dregur úr viðbrögðum í því Sympatíska. Að draga úr virkni fight and flight svörunar kemst jafnvægi á hvíld, líkama og huga. Jafnvægi kemst á þessi tvö kerfi.
Jóga nidra snýst um það að ná djúpslökun fyrir líkama og huga, gefa eftir þannig að þú náir að endur prógramma undirmeðvitundina þína. Við förum inn á vídd samskipta við undirmeðvitund og vitund, sem koma fram af sjálfu sér og virkjum heilunar mátt líkama og huga.
Þakklæti
Hægt er að gera mörg önnur atriði sem talið er upp hér að ofan. Ganga, jóga, hugleiðsla og skrifa er eitthvað sem sem styður þig. Það sem er líka mikilvægt að mæta sér með sjálfsumhyggju og kærleika. Að gefa sér tíma fyrir sjálfan sig, þá að næra tilvist þína er mikilvægur þáttur í að ná að vinda af sér streituástandi. Að iðka þakklæti, að þakka fyrir það sem þú hefur og þakka fyrir allt í kringum þig, styður þig í að vera í andartakinu, það eitt gefur þér frí frá áreiti.
Aftur í pistla