Að iðka þakklæti meðvitað - minnkar streitu

Að iðka þakklæti meðvitað - minnkar streitu

 

Með þessum litla pistli langar mig að vekja athygli á mátt þakklætis í okkar daglega lífi. Í gegnum tíðina hef ég sjálf orðið var við það í gegnum mína vegferð hversu mikilvægt er að efla þakklæti daglega. Fyrir mig var þetta ekki svo auðvelt. Með taugakerfi sem var fast í ákveðinni varnarstöðu átti ég erfitt með að setjast niður og huga að þakklæti eða sýna þakklæti. Það var ekki fyrr en ég fór að vinda af þessu ástandi að ég gat skynjað þakklæti, fundið fyrir því hið innra og sýnt öðrum. 

Þegar ég fór að skynja tilfinninguna þakklæti læðast upp hrygginn og veita mér ákveðna gleði tilfinningu var ekki aftur snúið. Ég byggði á þeim grunni. Byggði ofan á hann.  Síðan þá hef ég byggt upp ákveðna rútínu og jafnvel geta notað mér þakklætið í erfiðum aðstæðum. Í dag nýti ég mér þakklæti sem tól til að takast á við hið daglega amstur, róa taugakerfið, takast á við erfiðleika og til að auka gleðina inn í mitt líf.

Líka hef ég undanfarin misseri notað þakklæti sem einn liður í námskeiðunum mínum, til þess að aðstoða fólk við að vinda af ákveðnu vanlíðunar ástandi í að öðlast innihaldsríkara líf, í sátt við sjálft sig.

Það er gaman að segja frá því á námskeiðinu mínu verður fólk oft hissa að fá verkefni með að iðka þakklæti ! Það örlar á smá vanmætti, trega og ákveðnum hroka. Það er nefnilega svo að við höldum oft að þessi litlu atriði gera ekkert en trúðu mér það eru þau sem eiga eftir að styðja þig á þinni vegferð. 

Njóttu vel

Að iðka þakklæti meðvitað - minnkar streitu

Í hröðum heimi fullum af áskorunum, óvissu og daglegu amstri hefur iðkun þakklætis komið fram sem öflugt tól til að auka andlega vellíðan og efla heilsuna. Þakklæti er meðvituð jákvæð hugsun sem þú getur þróað og notað til að skapa jákvæðar tilfinningar og bæta líðan þína. Því ekki að gefa þakklætinu séns..sérstaklega ef þú styrkir taugakerfið og eflir hamingju hormónin. Að iðka þakklæti kostar ekkert og þú getur iðkað það hvar sem er og hvenær sem er !

Þakklætisiðkun getur hjálpað til við að endurþjálfa heilann þannig að hann nái að skapa betra jafnvægi á hugsanamynstri. Þegar þú finnur fyrir ákveðnu jafnvægi hið innra hjálpar það þér út úr ákveðinni vanlíðan og styrkir þig að sjá möguleika lífsins á jákvæðan hátt. Þegar við iðkum þakklæti kviknar á tilfinningum sem lætur okkur líða vel og hafa víðtæk áhrif um að bæta andlega heilsu og efla samskipti okkar við aðra. Að setja þakklæti inn í líf þitt hjálpar það þér að taka eftir litlu atriðum í lífinu þínu.

Mér finnst gaman að hugsa um þakklæti sem vöðva sem þú þjálfar, sem verður sterkari og öflugri með tímanum, þessi vöðvi hjálpar þér að takast á við ójafnvægi líkama og huga.  Með reglulegu þjálfun og meðvitund um það sem þú ert þakklát/ur fyrir, getur þú styrkt sjálfsvitundina, aukið innri eldmóð, sjálfsmynd og sjálfsöryggi og náð árangri í að viðhalda jákvæðum hugsanamynstri. Frá sálfræðilegu sjónarhorni tengist þakklæti aukinni hamingjutilfinningu, ánægju og almennri lífsánægju. Við náum að gefa eftir og dvelja andartakinu, núvitund. 

Þakklæti felur í sér miklu meira en að sýna öðrum þakklæti. Þakklæti felur í sér að sýna sjálfum sér þakklæti og sjálfsmildi. Þakklæti er flókin líffræðileg tilfinning sem felur í sér að viðurkenna og meta jákvæðu hliðar lífsins, bæði stóra og smáa.

Að iðka þakklæti í hverjum degi, finna þakklætið í hjartanu, setja fókusinn á það sem er þakkarvert, er til þess fallið að, bægja frá neikvæðum hugsunum, draga úr líkum þess að dvelja við það sem við ekki erum sátt við.

Gleðihormónin Dópamín og Serótónín

Þegar við verðum meðvituð og upplifum þakklæti, fer heilinn okkar að virkja röð breytinga á efnafræðilegum efnum. Heilinn virkjar taugaboðefni eins og dópamín og serótónín, almennt þekkt sem „hamingju efnin”.  Þessi taugaboðefni gegna mikilvægu hlutverki við að stjórna skapi og stuðla að vellíðan.

Mandlan (Amygdala) er hluti heilans sem tengist vinnslu á tilfinningalegum viðbrögðum, þar á meðal streitu og ótta. Þegar við skynjum eitthvað ógnandi sendir Undirstúka(Thalamus) skynjunar upplýsingar til Amygdala, sem kallar fram óttaviðbrögð. Mandlan( Amygdala) virkjar sympatíska taugakerfið sem kemur af stað “fight and flight viðbragðinu. Að verjast. 

Að iðka þakklæti getur minnkað virkni Möndlunar( Amygdala) þannig að við erum ekki alltaf að skynja ógn þegar hún er t.d ekki til staðar.  Þetta bendir til þess að það að tjá þakklæti getur stuðlað að minni streituviðbrögðum og aukinni tilfinningalegri seiglu. Taugakerfið gefur eftir. 

Þar að auki getur iðkun á þakklæti leitt til betri virkni í Dreka (Hippocampus), en það svæði heilans ber ábyrgð á minni og námi. Þetta bendir til að iðka þakklæti geti haft góð áhrif á minni og aukið hæfni okkar hvað varðar seglu og sjá lífið okkar með meiri jákvæðni. Líka hefur iðkun á þakklæti verið tengt svæði heilans sem tengist hvatningu og að upplifa meiri ánægju, sem styrkir þá hugmynd að tjá þakklæti getur skapað jákvæða endurgjöf í heilanum. 

Betri svefngæði

Það er löngu vitað að góð svefngæði hafa mikil áhrif á okkar daglega líf, heilsu okkar og hvernig við bregðumst við áreiti og álagi.

Þakklæti hefur verið tengt betri svefn gæðum. Bara það að tjá þakklæti fyrir svefn tengist betri svefni og gæðum. Þegar við náum að sofa betur stuðlar það að betri heildrænni heilsu og vitrænni virkni, tilfinningalegri stjórnun og betri andlegri heilsu. 

Hvernig getum við gert þakklæti að nýrri daglegri venju

Það er ekki svo erfitt að byrja að byggja upp getu okkur til þess að iðka þakklæti. Þakklæti felur í sér miklu meira en að sýna öðrum þakklæti. Þakklæti er meðvituð, jákvæð tilfinning sem við tjáum þegar við erum þakklát fyrir eitthvað, hvort sem það er áþreifanlegt eða óáþreifanlegt. Þakklæti felur í sér að sýna sjálfum sér þakklæti og sjálfsmildi. Byrjaðu út frá þér. Settu athyglina á litlu hlutina í þínu lífi. Finndu taktinn í hjartanu þínu, skynjaðu og hlustaðu hvað það hefur að segja.

Að iðka þakklæti í hverjum degi, finna þakklætið í hjartanu, setja fókusinn á það sem er þakkarvert, er til þess fallið að, bægja frá neikvæðum hugsunum, draga úr líkum þess að dvelja við það sem við ekki erum sátt við. Við það að iðka þakklæti eflum við getuna  til að dvelja í ANDARTAKINU, núvitund.

Hvernig getum við byrjað að iðka þakklæti ef við erum ekki vön á því? Það er nefnilega oft þannig að við erum á ákveðinni sjálfstýringu án þess að vera meðvituð um það. Við höfum ef til vill búið okkar til ákveðið hugarástand og eigum því erfiðara að tjá þakklæti við okkur sjálf og aðra.

Það geta verið margar ástæður fyrir þessu hugarástandi. Ýmiss áföll sem gera það að verkum að við missum tengsl við okkur sjálf, mikið álag og streita sem undir undir ákveðið vanlíðunar ástand, veikindi, erfið samskipti og áskoranir.

Þegar við förum að setja meðvitund á ákveðið ástand, sjáum við ákveðið mynstur sem jafnvel er ekkert endilega það besta fyrir okkur. Um leið og þú ert orðin meðvituð/aður um að þú vilt auka þakklæti ferðu að finna meira fyrir ánægju tilfinningunni. Þessi tilfinning stækkar eins og þú sért að þjálfa vöðva. En það er bara að byrja. Það er ákveðin þröskuldur að fara yfir. Þú eflaust heldur að þú búir ekki yfir þessari tilfinningu en trúðu mér þú gerir það. Hafðu trúna um það. Settu ásetning þangað. 

Hagnýt ráð til að næra þakklætið


Gott er að byrja á litlum skrefum.

Byrjaðu að setjast niður og skoða lífið þitt út frá þakklæti. Hvað er jákvætt í þínu lífi ? Hvaða eitt atriði getur þú verið þakklát/ur fyrir ? Skrifaðu niður og hafðu nálægt þér. 

Þakklætisdagbók:

Taktu þér nokkrar mínútur á hverjum degi til að skrifa niður hluti sem þú ert þakklát/ur fyrir. Þessi einfalda æfing getur hjálpað þér að breyta athygli þinni frá því sem vantar yfir í það sem er nóg til af í þínu lífi. Settu athyglina á littlu atriðin í þínu lífi.

Dvelja í andartakinu:

Hafðu athyglina á andartakinu frekar en að dvelja í fortíð eða framtíð, núvitund. Nýttu þér þakklæti þegar þú hugleiðir eða tekur frá hlé fyrir þig. Að tjá þakklæti þegar þú setur athyglina inn á við frekar en að hafa athyglina á hugsunum, þá ertu meira opin fyrir því að þakklæti festist í sessi frekar en að tilfinningin fljóti í burtu. 

Sýndu öðrum þakklæti 

Að sýna og deila þakklæti hefur gríðarleg áhrif á bæði þig og aðra, þetta vekur upp gleði straum af jákvæðum hugsunum og tilfinningum á sama tíma það styrkir tengsl þín við þig og aðra. Reyndu meðvitað á hverjum einasta degi til að segja einhverjum hversu þakklát/ur þú ert fyrir hana/hann. Heyrðu í vinum og fjölskyldu og tjáðu þakklæti með orðum, skrifaðu þakkarbréf eða nokkur orð. Eða bara kastaðu smá jákvæðis kveðju á afgreiðslu manninn í Bónus.Settu athyglina á að þakka þér fyrir litlu atriðin í þínu lífi. 

Skoraðu á sjálfan þig að vera þakklátur við erfiðar aðstæður

Lífið snýst ekki um hvað gerist fyrir þig heldur hvernig þú bregst við. Þegar þú nýtir þér þakklæti í erfiðum aðstæðum áttu auðveldara með að komast í gegnum þessa tíma. Þú getur alltaf fundið eitthvað til að vera þakklát/ur fyrir. 

Jákvæðar staðfestingar efla þakklæti

Segðu við þig jákvæð orð sem þú hefur búið þér til, sem styrkja þig. Neikvætt sjálfsniðurtal hefur áhrif á að skynja þakklæti. Að nota jákvæðar staðfestingar(möntrur) með ásetningi, gefur þér þann möguleika að temja neikvæða hugsun sem í raun gerir lítið annað fyrir okkur en að gera okkur kvíðin, leið og ringluð.

Að iðka þakklæti er mikilvægur þáttur í að styrkja sjálfsvitund og sjálfsþekkingu. Þakklæti getur brjótið upp neikvætt hugsanamynstur. Þú getur notað þakklæti  til að bæta líðan þína og skapa jákvæða hugsun. Það sem er gott að gera er að iðka þakklæti og gera það að föstu vana í þínu daglega lífi. Þakklæti ýtir undir jákvæða sjálfsmynd og eflir innri ró.

  • Hvernig getur þú gert þakklæti að reglulegum vana í daglega lífinu þínu?
  • Hvernig getur þú notað þakklæti til að efla sjálfsvitund þína og styrkja sjálfstraust?
  • Hvernig getur þú notað þakklæti til að hafa áhrif á hamingju og líðan þína?

Þegar við sýnum þakklæti fyrir það sem við höfum og setjum athyglina á það förum við að upplifa meiri fullnægju og upplifum minna tilfinningar eins og tómleika. Þegar við finnum fyrir þakklæti látum við af hugsuninni um skort eða einhverja vöndun inn í lífið okkar.

Með því að temja okkur að iðka þakklæti sem reglubundinn vana í okkar daglega lífi,  hlúum við ekki aðeins að jákvæðu hugarfari heldur stuðlum við einnig að heilbrigðum heila og rólegara taugakerfi sem styður okkur að takast á við okkar daglega amstur.


Byrjaðu í dag !

Kærleikur

Jana

Aftur í pistla