Hefur þú spáð í daglegt vanabundið mynstur ? Allt sem þú gerir daglega, hvað er það að gera fyrir þig. Ertu ef til vill oft að hugsa að losna undan þessari ánauð ? Poppa upp lífið, gera það meira spennandi, eitthvað nýtt eða bæta við það sem fyrir er.
Undanfarin ár hef ég haft gaman af því að skoða sjálfan mig út frá mörgum hliðum. Ég hef farið í sjálfskoðun, skoðað og velt fyrir mér allskonar atriðum hvernig ég hugsa og tekst á við ýmis atriði í mínu lífi.
Það sem hefur verið gaman en líka ákaflega krefjandi er að skoða venjur sem ég hef búið mér til í gegnum árin. Venja getur verið svo flókið fyrirbæri. Venjur eru hluti af okkar daglegri rútínu, og er hluti af því sem þú ert, hvort hún sé slæm eða góð. Venja er endurtekning á hugsanamynstri.
Stundum eru venjur ákaflega góðar sem t.d geta verið þitt öryggisnet og hjálpað þér að komast af allt þitt líf. Venjur geta hjálpað okkur að vaxa og dafna, verið skaðlegar og stjórnað okkur þannig að við eigum erfitt með að lifa því lífi sem við óskum okkur. Venjur geta vaxið, breyst og þróast.
Það sem ég hef komist að í þessari vinnu er að breyting á venju er vandasamt verkefni, sama hvað venju ég ætlaði að breyta. Ég upplifði mig rökræða við mig alla daga um að breyta venju sem væri ekki að gera neitt fyrir mig, væri hamlandi og jafnvel truflaði minn persónulegan vöxt.
Allt var í einum graut í hausnum á mér. Þannig að ég fór að reyna að skipulegga eitthvað af þessum graut. Búa til plan, setja markmið og reyna þannig að breyta þessari venju sem ef til vill er að trufla mig. Ég settist niður, skrifaði samviskusamlega niður það sem mig langaði að breyta, bjó til plan. Mjög stolt og vongóð um að nú myndi þetta allt ganga betur. En svo var raunin ekki. Eftir um 4 daga í að fara eftir planinu góða stóð ég sjálfan mig að því að sitja upp í sofa, horfa á Netflix, og hugsa: bíddu ætlar þú ekki að minnka sjónvarps gláp ?
Það sem gerist svo var að ég upplifði mikið vonleysi og pirring út í sjálfan mig. Mér fannst ég ekki hafa staðið mig vel. Ég upplifi mig sem algjör lúser. Af hverju get ég ekki þetta ? Þetta á að vera svo auðvelt að yfirstíga þegar ég hef gott plan, voru spurninga sem voru ansi háværar ásamt tilfinningalegu ójafnvægi. Ég hætti að hafa trú á mig sjálfa og var mikið að hugsa um að ég væri raunverulega ekki þess verðug að lifa því lífi sem ég óska mér. Vegna þess að mér hafði mistekist. Ég hætti að reyna og datt aftur í mína vanalega venju. Venjan varð meira segja öflugri. Ég var byrjuð að horfa meira á Netflix en ég gerði áður.
Lesandi góður ekki misskilja mig. Oft er gaman og gott að eiga stund með fjölskyldu og vinum og horfa á sjónvarpið. Eða eftir langan annan saman dag getur það verið það eina sem þú virkilega getur gert. Þegar ég er að tala um venju í þessari mynd er ég að tala um að ef þú ert alla daga að gera þessa venju eða lætur þessa venju stjórna þér. Þú einfaldlega sleppir því að gera annað og þannig að þú ert stödd/staddur í einhverju lífi sem þig langar ekkert sérstaklega að taka þátt í.
Þarna var ég stödd, í þessari rússibanareið. Ekki sátt og langaði að breyta þessu vana bundna munstri sem gerði lítið fyrir mig. Það er mikilvægt að setja upp markmið og plan. Það er auðvelt að skrifa niður markmiðin, setja upp plan en það er miklu erfiðara að fylgja því. Ég fór að velta þessu fyrir mér. Hvað er það sem virkilega gerist. Af hverju þarf þetta að vera svona flókið. Það sem ég áttaði mig að heilinn okkar spilar stórt hlutverk í þessu ferli, reyndar er hann stjórnstöðin.
Ef við horfum myndrænt á venju. Þá getum við séð venju eins og leiðina að bílnum okkar þegar það hefur snjóað nokkrum sinnum. Það er mjög líklegt að þú myndir ekki moka nýja leið á hverjum degi, heldur ferðu alltaf að leiðinni sem þú ert búin að moka. Svona virkar heilinn. Heilinn okkar leitast oftast leiða til að spara tíma, þannig að leiðin sem hann velur þarf að virka um leið og er fljótlegust. Þannig höfum við lifað af, hingað til.
Þegar ég áttaði mig á því að það er miklu meira en bara viljastyrkur andaði ég léttara. Fékk von um betri tíð. Ég hugsaði þetta upp á nýtt. Hugsaði þetta þannig að breyta venju er að breyta hugsuninni. Hugsun sem ef til vill stjórnar og hugar að litlu öðru en að fá sínu framgengt. Þannig að ég byrjaði á því að plata þessa hugsun. Jeb !
Skoðum þetta aðeins betur. Þegar við er að gera breytingar viljum helst alltaf að það gerist á sem auðveldasta háttt, sem fljótlegast og við þurfum helst að sjá árangur strax. Ef við hugsum þetta frekar þannig að við skiptum út gömlum vana fyrir eitthvað nýtt. Við tökum lítil virkni skref í okkar daglega lífi, þanga til að við erum búin að búa til venju sem styður okkar að vaxa og dafna. Við plötum heilan með því að gera venjuna litla og auðvelda, bætum síðan við venjuna þannig við skiptum út og setjum inn. Venjan fer að verða verði hluti af okkur og okkar daglega lífi. Venja vex ef við gerum hana. Alveg pottþétt.
Þegar ég skildi þetta gerði ég nýtt plan. Það sem ég gerði var að ég byrjaði að gera planið auðveldara. Viðráðanlegt. Ég skrifaði ávinning þess að sleppa sjónvarpi á mánudögum. Ég setti fram spurningar eins og: af hverju viltu minnka sjónvarp stundir og hver er ávinningurinn ? Líka var mikilvægt að hafa planið ekki of flókið. Þannig að pressan yrði ekki of mikil svo ég færi ekki í uppgjöf við sjálfan mig.
Ég setti inn virkniskref fyrir sjálfan mig. Leyfði mér að velja eitthvað sem mér finnst skemmtilegt að gera. T.d ganga, lestur, skrifa, dansa, hitta fólk, eitthvað uppbyggilegt fyrir mig.
Og viti menn ! Þetta hafðist ! Nú hef ég gert þetta í um 9 vikur. Það sem gerðist líka að ég hef meira sjálfstraust til að breyta vegna þess að ég veit að ég get það ! Ég fann ekki fyrir uppgjöf, pirringi eða vonleysi. Við þetta byggi ég upp áframhaldandi venjubundið mynstri sem ég ræð við. Hver veit um að sjónvarpskvöldin verða færri í framtíðinni. Ég er allavega á leiðinni þangað og nýt hverrar stundar í þessum vexti mínum.
Lesandi góður. Vonandi hefur þú haft gaman af þannig að þú endurskoðir vanabundnar venjur sem ef til vill eru lítið sem ekkert að gera fyrir þig. Hafðu það í huga þegar þú byrjar að það getur verið snúið að breyta venju og sérstaklega að byrja.
Það er því gott að átta sig á því að venja er vanabundið hugsanamynstur sem hefur áhrif á okkar daglega líf, samskipti, tilfinningar og viðbrögð. Allt þetta snýst um það að breyta venjulegri hegðun í litlum virkni skrefum.
Viltu vita meira ? Koma í persónulegt samtal ? Finna þinn vöxt ? sendu mér póst: jana@naerandilif.is
Njótið vel
Jana