Vissir þú? Streita getur haft áhrif á meltinguna þína! 🧠💡

Vissir þú? Streita getur haft áhrif á meltinguna þína! 🧠💡

Taugakerfið og meltingarkerfi líkamans eru tengdari en þú gætir haldið. Þegar þú ert undir álag og áreiti kviknar á streituviðbrögðum líkamans “ berjast, flýja og frjósa” (fight and flight) Út frá þessu viðbragði myndast streita sem gæti orðið krónísk. Ef þú ert alltaf í þessu viðbragði, þá varnarviðbragðinu getur það truflað virkni meltingarkerfisins. Þetta er ástæðan fyrir því að þú gætir fundið fyrir óútskýrða uppþembu, magaóþægindi eins og krampa og bakflæði. Þú gætir fundið fyrir orkuleysi og þreytu, ásamt því að upplifa verki um allan líkamann.


🧠 Heila þarma tenging

✨ Þarma-heilaás: Þarmar og heili hafa stöðug samskipti sín á milli.  Langvarandi streita hefur áhrif á virkni þarmana sem leiðir til ýmsa meltingarvandamála.

✨ Hormónaáhrif: Streituhormón eins og kortisól geta breytt því hvernig líkami þinn meltir mat, sem gerir það erfiðara fyrir líkamann að taka upp næringarefni.

✨ Bólgusvörun: Langvarandi streita getur valdið bólgu í þörmum, sem leiðir til vandamála eins og þarmaleika og upptaka á næringarefnum.


Góðu fréttirnar eru þær að þú getur tekið einföld skref til þess að umbreyta þessu ójafnvægi með því að setja meira meðvitund á hvernig þú bregst við álagi og áreiti og styðja við meltinguna.


 Einföld skref sem geta hjálpa þér að stjórna betur tengingu þarma - heila

  • Öndunar Vitund/öndunaræfingar
  • Til að draga úr áhrifum streitu er mikilvægt að viðhalda heilbrigðu hreinu trefjaríku mataræði sem inniheldur bæði probiotics og prebiotics lífverur. Þetta hjálpar til við að styðja við góðu bakteríurnar og tryggir að meltingarkerfið haldist sterkt og í jafnvægi, þrátt fyrir álag.
  • Regluleg streitustjórnun, eins og slökun og hvíld, hugleiðsla og jóga nidra

Hugsaðu vel um taugakerfið þitt…þarmanir þínir munu þakka þér fyrir ! 

 

Aftur á bloggið