Sumarhrákaka með matcha og hindberjum 🌻
Munnbiti af orku ! 🏃
Sumarið er á næsta leiti allavega samkvæmt dagatalinu. Ég er full tilhlökkunar og tek fagnandi á móti björtum sumarnóttum og hækkandi sól. Sumarið bíður upp á að opna hjartastöðina og taka á móti öllum þeim töfrum sem sem eru á næsta leiti. Þessi yndislega orkugefandi sumar hrákaka mun hjálpa þér með það. Með fallegum bleikum og grænum lit sem tákna hjartað veitir þér innblástur til þess að auka sjálfsumhyggju og sjálfsmildi í sumar.. Ójá ! það er einmitt það sem ég ætla að gera í sumar að gefa mér örlitla meiri þolinmæði og ást, ertu með ?
Á sumarin erum við meira á ferðinni. Förum í göngur á fjöll, inn firði, leikum okkur í allskonar leikjum, vinnum í garðinum og hreyfum okkur meira. Þessi yndis hrákaka er einmitt svo góð til að eiga inn í frysti þegar við erum búin að vera kannski úti heilu og hálfum dagana. Já það er svo nærandi að vita til þess að eiga eitt stykki af köku inn í frysti. Ekki skemmir fyrir að hún er stútfull af næringu og orku. Ég get líka alveg sagt það að hún gengur alveg líka í góðra vina hópi með góðu kaffibolla eða kannski bara upp í stofa þegar rigningar dagar renna upp eða sem góður eftirréttur eftir góða grillveislu.
Það sem einkennir þessa köku er að hún er með Matcha. Já hvað er nú það heyri ég marga spyrja. Matcha er Japanskt te sem er einstaklega orkugefandi, bólgu minnkandi og ríkt af andoxunarefnum. Matcha getur hjálpað til efnaskipti í líkamanum ásamt því styðja við nýrnahetturnar og skerpir á einbeitingu.
Eldunartími. 6 tímar. Undirbúningur 30 mín.
🍰 Innihald fyrir botn:
90g möndlur
30g sólblómafræ
50g kókos
½ tsk kanill
smá sjávarsalt
6-7 döðlur
1 msk sesamsmjör(tahini)
🍰 Innihald fyrir miðjulag (bleikt) Hindberja
100g af hindberjum (frosið)
100g kasjúhnetur(lagt í bleyti í 4 tíma)
60 ml hlynsíróp(maple syrup)
1 msk sítrónusafi
1 tsk vanilla
1 msk möndlusmjör
45 g kakósmjör
🍰 Innihald fyrir Matcha (efsta)
120g kasjúhnetur (lagt í bleyti í tíma)
60 ml hlynsíróp(maple syrup)
1 msk sítrónusafi
1 tsk vanilla
45 g kakósmjör
1 msk möndlusmjör
2 tsk matcha púður
Nokkur hindber til að pressa niður eða til skreytingar
📄 Aðferð botn
Gott er að byrja að setja allar kasjúhneturnar í vatn og láta bíða í um 4 klst. Síðan er botnin gerður.
2Blandaðu saman möndlum, sólblómafræjum, kókos, kanil, saltinu og vanillunni í matvinnsluvél. Blandaðu saman. Bættu síðan við döðlum og sesamsmjörinu(tahini). Deigið á að vera pínu blaut þannig að þú getur gert kúlur. Ef ekki bættu við smá vatni. Blandaðu saman. Settu í form samt ekki of stóru. Því minna sem formið er því hærri verður kakan. Hafðu bökunarpappír undir deiginu og þrýstu vel niður. Settu í frysti í um 2 til 3 klst.
📄 Aðferð miðjulag, bleikt
Taktu vatnið af kasjúhnetunum. (Taktu frá fyrir Matcha lagið 120 g) Blandaðu kasjúhneturnar, hindberin, hlynsírópið, möndlusmjörið, vanillu pg sítrónusafa í blandara. Bræddu kókossmjörið í potti. Kældu aðeins. Settu brædda kókossmjörið í blandarann með öllum hinum hráefnunum. Blandaðu vel saman. Oft þarf að stoppa og taka hráefnið frá hliðunum, þannig að ekki verða eftir kögglar efst. Því næst taktu botninn út úr frysti og smyrðu yfir botninn. Settu aftur inn í frysti í 1 til 2 tíma.
📄 Aðferð fyrir Matcha (efsta) grænt
Taktu vatnið af kasjúhnetunum. Blandaðu kasjúhneturnar, hlynsírópið, möndlusmjörið, vanillu og sítrónusafa í blandara. Bræddu kókossmjörið í potti. Kældu aðeins. Settu brædda kókossmjörið í blandarann með öllum hinum hráefnunum. Blandaðu vel saman. Bættu við matcha duftinu við og blandaðu. Oft þarf að stoppa og taka hráefnið frá hliðunum á blandaranum, þannig að ekki verða eftir kögglar efst. Ef kakan er búin að vera í um 2 tíma í frysti settu þá græna lagið yfir það bleika. Settu kökuna síðan aftur inn í frysti í um 2 til 3 tíma.
Ath. Ef þig langar til þess að setja hindber ofan í kökuna þá er það gert þegar öll lögin eru komin. Þrýstu rólega niður hindberi ekki samt alveg niður. Skafðu yfir ef þarf. Það er ansi smart en ekki nauðsynlegt.
Ath. Það tekur nokkrar klukkutíma að gera þessa köku.
Það er hægt að skreyta með súkkulaði, hindberjum eða hverju sem er. Það sem mér finnst koma vel út er að gera botninn daginn áður. Í leiðinni setja kasjúhneturnar í bleyti en geyma þá í ísskáp yfir nótt. Það tekur oft pínu tíma að gera þetta silkimjúkt í blandaranum, svo ekki missa þolinmæðina. Ef þú ætlar að bjóða upp á þessu köku sem eftirrétt mæli ég með að taka hana ekki út nema rétt fyrir.
Njóttu vel
Jana