Styrkjandi og bólgu minnkandi linsubauna súpa

Styrkjandi og bólgu minnkandi linsubauna súpa

Í upphafi árs er svo ótrúlega gott að styrkja þarmaflóruna með bólgu minnkandi linsubaunasúpu. Þessi súpa er einföld og mér finnst gott að gera hana á sunnudegi og geyma fram á mánudag. Það er svo hrikalega ljúft að hugsa til þess að eiga til tilbúna næringarríka máltið í vikubyrjun. Það styrkir mig allavega í því að huga að því að halda í góðar venjur hvað varðar næringu. Mér finnst gott að hafa súrdeigs fræbrauð með þessari súpu.

Linsubaunir eru ríkar af trefjum og járni en vissir þú að þær hjálpa til við að losa um bólgur sem myndast í líkamanum og styðja við þarmaflóruna þína ?

Linsubaunir innihalda einnig hægmeltanlega sterkju sem seinkar upptöku kolvetna með blóðsykurslækkandi áhrifum, auk þess að vera uppspretta lífvera ( prebiotics) sem nærir þarmaflóruna.

Linsubaunir eru ríkar af vítamínum, steinefnum, fitusýrum og andoxunarefnum sem hjálpa til við að draga úr bólgusvari í líkamanum. Gulrætur innihalda gott magn af A-vítamíni og beta-karótíni, bæði hefur verið sýnt fram á að draga úr bólgum. Sellerí inniheldur bólgueyðandi efnasamband sem kallast lúteólín.

Túrmerik er bólgu minnkandi jurt og getur dregið úr framleiðslu á ensími sem ber ábyrgð á bólgu myndun.Kúmenduft hjálpar til við að draga úr áhrifum bólgu, t.d eins verkja og hefur sótthreinsandi áhrif.

Linsubaunir er auðvelt að elda. Það er gott að setja þær í vatn um í 1 til 2 tíma áður en þær eru soðnar. Ég sýð yfirleitt þessar baunir í um 20 mín og síðan slekk ég undir og geymi á hitanum. (30 mín). Þannig verða þær ekki að mauki.

Það sem hefur reynst mér vel er að sjóða aukaskammt. Ég annað hvort nota þá í salat daginn eftir eða frysti. Gott er að nota linsubaunir t.d í baunabuff.
Með því að bæta linsubaunum við mataræðið þitt ertu að draga úr bólgum og styðja við þarmaflóruna þína.


Styrkjandi og bólgu minnkandi linsubaunasúpa


Uppskrift
  • 2 bollar af grænum linsubaunum ( Búið að sjóða)
  • 1 meðalstór rauðlaukur
  • 5 meðalstórar gulrætur
  • 4 sellerí stiklar
  • 1 til 2 tsk túrmerik (smakka til)
  • 1 tsk malað kúmen
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk pipar
  • 1 stk grænmetisteningur (án gers og aukaefna)
  • ½ bolli sítrónusafi (smakka til)
  • 12 bollar vatn
  • 3 msk jómfrúarolía
  • 1 bolli kóríander (skorið)
  • 1 bolli graskersfræ

Aðferð

 

  1. Skerðu niður laukinn, gulræturnar, sellerí í meðalstóra bita.
  2. Hitaðu pönnu og bættu við olíunni. Settu allt grænmetið og steiktu létt upp úr olíunni.
  3. Notaðu meðalstóran pott og bættu við vatninu og grænmetisteningunum. Sjóddu vatnið og bættu öllu grænmetinu ofan í pottinn. Hafðu á meðal háum hita
  4. Taktu allt vatn frá linsubaununum og steiktu létt á pönnu. Taktu af þegar baunirnar eru aðeins orðnar brúnar. Geymdu til hliðar.
  5. Bættu sítrónusafanum, salti og pipar út í pottinn. Sjóddu þanga til grænmetið er orðið soðið.
  6. Í lokin bættu linsubaununum við og leyfðu öllu að blandast saman.
  7. Rifðu eða skerðu kóríander niður og settu yfir sem skraut og dreifðu yfir graskersfræ

Njóttu vel

Jana

Aftur á bloggið