Að huga að heilsunni er svo miklu meira en bara að huga að næringu og hreyfingu. Vissulega er það mikilvægt. En til þess að bæta heilsuna eða viðhalda henni er gott að huga að því að horfa heildrænt á líkamann þannig að lífsgæði og lífsánægja eykst.
Samspil milli erfða og umhverfisþátta ásamt hvernig lífsstíl við lifum hefur mikið um það að segja hvort heilsan okkar sé góð. Við megum þrátt fyrir það ekki festast í þeirri hugsunarvillu að við getum lítið gert vegna þess að genin okkar séu ef til vill ekki góð. Við getum frekar hugsað það þannig að við séum einfaldlega að styrkja genin okkar, ásamt því að vinna að bæta lífstílinn okkar.
Heildræn heilsa er viss nálgun á lífinu sem eflir lífsgæði hjá einstaklingum. Þessi heildræna nálgun á heilsu hvetur einstaklinga til að þekkja sjálfan sig betur og huga að vissum þáttum í lífinu til þess að bæta eigin líðan og efla eigin heilsu. Þessi atriði eru: líkamlegt, tilfinningalegt, andlegt og félagslegt.
Með því að skoða samspil á milli allra þessara þátta bætum við heilsuna okkar, vellíðan og hamingju. Heildræn heilsa er að lifa lífinu í jafnvægi hvað varðar þessa þætti.
Líkaminn okkar vinnur alltaf að því að viðhalda jafnvægi (homeostasis) Í viðleitni sinni til að viðhalda þessu jafnvægi verða þessi atriði að vinna saman, líkamlegt, andlegt, tilfinningalegt og félagslegt. Hins vegar er það oft þannig að eitt atriði er í ójafnvægi, sem gæti haft áhrif á önnur atriði. Þegar líkami okkar er í ójafnvægi hefur það áhrif á alla hluta lífs okkar. Með tímanum getur ójafnvægi leitt til margskonar heilsufarsvandamála og sjúkdóma. Lífsorkan okkar er minni, við eigum erfiðara að takast á við daglegt líf, streita og andleg vanlíðan eykst ásamt því að við verðum orkuminni.
Einfaldast er að segja að heildræn heilsa snúast um vakna til vitundar um sjálfan sig. Kanna hvert atriði, skoða og velta fyrir sér, án þess að dæma.
Þegar við förum að vinna við að efla eigin heilsu, hreyfum við orku sem ef til vill hefur verið föst, við losum um lífsorkuna okkar þannig að vitundin okkar vaknar og við förum að tengjast okkur sjálfum betur. Þegar við byrjum að vera meðvituð um þessa þætti sem hafa áhrif á heilsuna okkar og við förum að skoða að umbreyta óheilbrigðari venju í heilbrigða venju, munum við endurheimta og endurstilla jafnvægi í líkamanum og viðhalda góðri heilsu, ásamt því að lífsgæði okkar aukast.
Líkamleg heilsa er það sem flestir hugsa um þegar þeir hugsa um heilsu vegna þess að líkaminn okkar sýnir okkur oft merki um ójafnvægi með einkennum. Þessi líkamleg einkenni er oft auðvelt að rekja og mæla, samanborið við önnur t.d óáþreifanleg einkenni sem við sjáum ekki. Næring spilar stórt hlutverk í líkamlegri heilsu ásamt hreyfingu og svefni.
Tilfinningaleg heilsa er mikilvæg sérstaklega vegna þess að tilfinningaleg heilsa getur haft áhrif á líkamlega heilsu. Þegar við erum að skoða tilfinningar okkar gott að byrja að skoða og kanna hugsanir okkar, til okkar sjálfs og annara. Hvernig eru hugsanir mínar, eru þær neikvæðar eða jákvæðar. Hvað hefur áhrif á hugsun okkar, hvernig hugsa ég til sjálfs míns, hvernig hugsa ég til fólksins í kringum mig. Vegna mikils áreiti og hraða í lífinu okkar eigum við það til að heyra ekki eða taka eftir hvernig hugsanir okkar eru til okkar sjálfrar.
Gott er að byrja á vitundarvakningu gagnvart sjálfum sér. Taka eftir hvernig líður mér með sjálfum mér. Þegar tilfinningar okkar eru í jafnvægi og við þekkjum þær erum við í betri takti við okkur sjálf, markmiðum okkar og náum betur að virkja okkur sjálf til heilsueflingar. Við erum bjartsýnni, sjáum tilganginn okkar betur, tökumst betur á við mótlæti og streitu og sjálfstraust verður betra. Tilfinngarlegt getur líka verið andlegt, það er hvernig heilinn á okkur virkar.
Félagsleg heilsa snýst um getu okkar til að eiga í samskiptum við aðra, hvernig við virkum í samfélaginu, hvernig við hegðum okkur og komum fram við aðra. Hvernig ræktum við samskipti við annað fólk. Hvað hefur áhrif á hegðun okkar varðandi samskipti.
Andleg heilsa snýst ekkert endilega um að vera trúaður á einhverja trú. Þess í stað ætti andleg heilsa að snúast um að einbeita sér að því hvernig við tengjumst okkar innri mætti og umhverfinu okkar.
Þegar við byrjum að huga að heildrænni heilsu eru nokkur lykilatriði sem skipta máli. Raunverulega eru þetta atriði sem við í raun og veru vitum um en erum ekkert endilega spá mikið í. Bara það að huga að nokkrum atriðum á þessum lista ertu að taka skrefin í að bæta heilsuna þína, lífsgæði og lífsánægju.
-
Hugaðu að svefninum þínum. Bæði hvað varðar lengd og gæði. Þú ættir að sofa um 7 til 8 tíma á dag
-
Borðaðu næringarríkt fæði sem inniheldur mikið af jurtafæðu og er lífrænt
-
Takmarkaðu unnin matvæli og hertar olíur sem eru mjög bólguvaldandi fyrir líkamann, sem geta aukið hættuna á sjúkdómum
-
Haltu jafnvægi á blóðsykri með því að borða máltíðir yfir daginn sem innihalda fitu, prótein, trefjar
-
Hreyfðu líkamann í 30 mínútur á hverjum degi. Finndu þér hreyfingu sem þér finnst skemmtileg. Hafðu áhreynslu þannig að þú ráðir við hana. Loftháð, teygjur og styrkur.
-
Gott er að leita sér hjálpar hjá fagaðilum t.d sálfræðingi til að styðja við tilfingalega heilsu. Fá aðstoð við að tala um tilfinningarnar sínar, skoða og meta tilfinningarnar þínar
-
Gerðu streituminnkandi ástundun að daglegri venju. T.d eins og hugleiðsla, jóga nidra og jóga.
-
Haltu dagbók til að skrá hugsanir þínar og tilfinningar. Notaðu dagbókina til að skrá það sem þú ert þakklát/ur fyrir. Að sjá mynstur hugsana getur hjálpað þér að sjá betur hvernig hugsanir þínar eru, hvort þær séu jákvæðar eða neikvæðar.
-
Gefðu þér tíma í félagsleg tengsl. Víkkaðu félagstengslin þín með því að taka þátt í nærumhverfinu þínu, t.d sjálfboðaliðastarf, klúbba og viðburði.
-
Haltu góðum tengslum við fjölskyldu og vini
-
Settu heilbrigð mörk hvað varðar fólk sem gætu valdið streitu og hugarangri
-
Gefðu þér tíma í náttúrunni
-
Hafðu í huga að læra eitthvað nýtt, það eykur virkni á heilastarfseminni
-
Hugaðu að meltingarkerfinu með því að bæta inn góðgerlum
-
Taktu frá tíma fyrir þig, fyrir sjálfsumhyggju. Finndu kyrrðina innra með þér
Höfundur: Jana