Jóga er lífsstíll, samþætt kerfi líkama, huga og innri anda. Jóga getur verið andlegt ferðalag sjálfsuppkvötunar. Jóga er sameining á öllum sviðum lífsins.
Jóga er meira en 1000 ára gamalt kerfi sem á rætur að rekja til Indlands. Enn í dag er heimspeki jóga enn í gildi og kenningar þess farið um allan heim. Jóga er ekki trúarbrögð heldur hagnýtt kerfi til að tengja saman líkama, huga og innri anda.
Jóga er oft skipt í 5 flokka; Karma, Jnana, Bhakti,Raja og Hatha. Þessum flokkum er oft líkt við tré eða trjá grein, sem skýtur rótum sínum frá himni niður til jarðar. Við vitum að við erum með okkar eigin persónuleika, þannig að við veljum alltaf okkar eigin leið en í jóga er mælt með að iðka eitthvað úr öllum 5 flokkunum til þess að það leiði ekki til ójafnvægis í persónuleikanum. Gott er þó að velja sér eina leið til grundvallar en iðka hinar með. Sadhana - er þín dagleg andlega iðkun.
Hin átta þrep Raja jóga
Þegar hinir fornu jóga gúrúanir fóru að stúdera og fylgjast með sínum eigin hugsunum komust þeir að því að margar hindranir urðu til þegar átti að setja hugann undir meðvitaða stjórn. Til þess að hafa að vinna bug á þessum hindrunum varð til samþætt 8 þrepa kerfi Raja jóga (8 limbs of raja) til þess að stjórna eirðarlausu huga og finna frið innra með sjálfum sér. Raja jóga er hugsað sem samþætt kerfi til að leiða til andlegs sjálfs vaxtar, sjálfsskilnings og til endanlegs vitundarástands. Þannig að þegar við byrjum að ástunda jóga úr þessum 5 flokkum förum við í gegnum þessi 8 þrep, til sjálfsvitundar.
Þessi þrep eru:
-
Yamas - Sjálfsstjórn, félagslegt
-
Niyama- persónulegur agi/sjálfsstjórn
-
Asana - Líkamsæfingar / jógastöður
-
Pranayama - Öndunaræfingar, stjórnun Prana
-
Pratyahara - Afturköllun skynfæranna frá ytri áreiti
-
Dharana - Einbeiting/styrkur
-
Dhyana - Hugleiðsla
-
Samadhi - Meðvitað ástand
Eins og við sjáum er jóga því gott kerfi til að öðlast innri frið, skýrleika, sjálfstjórn og líkamsæfingar. Hér á vesturlöndum hefur verið mikið einblínt bara á stöðurnar, asana frekar en að skoða þetta samþætta kerfi. Jóga er líf sjálfsaga sem byggir á forsendum að lifa einföldum lífsstíl og hátt ástand vitundar. Í jóga er lítið á líkamann sem farartæki fyrir sálina. Rétt eins og bíll þarf smurkerfi, rafhlöðu, kælikerfi ,eldsneyti og ábyrgan bílstjóra við stýrið, líkaminn okkar þarf líka ákveðnar þarfir ef hann á að virka.
Jóga lífsstíll- 5 grundvallaratriði
Við getum lítið á jóga sem lífsstíl út frá þessum 8 þrepum Raja. Við getum ástundað jóga út frá Asana - stöður, öndunina/pranayama, slökun/Savasana, næringarríkt mataræði/vegetarian diet og jákvæða hugsun,hugleiðslu/Vedanta & Dhyana
Jákvæður jógískur lífsstíll skapar sjálfkrafa jákvæðar hugsanir. Asanas hjálpa til við að hreyfa praṇa og fjarlægir andlegar hindranir og hreyfir við vöðvum, Praṇayama kemur jafnvægi á lífsorkuna og endurnærir huga og líkama. Savasana styður við streitustjórnun og hvíld, rétt mataræði eykur lífsorku, hugleiðsla endurhleður og hreinsar neikvæðar hugsanir.
Við sjáum að þetta er kerfi vinnur saman að því að næra þig á öllum stigum lífsins, styður þig að vera í núvitund og eykur einbeitingu og þannig skapar jafnvægi í líkama og huga.
Asana-stöður
Iðkun á asana er alltaf unnið út frá því að flæða mjúklega inn og úr jógastöðum (asana), öndun (pranayama) og slökun. Um leið og þú stígur á dýnuna til að iðka asana er þetta þinn tími. Þú leyfir þér að vera í þínu dagsformi án þess að dæma. Þú teygir, beygir líkamann í góðu flæði án hörku og virðir þín mörk. Þú gefur eftir inn á stöðurnar með öndun og athygli. Þú sleppir takinu á egóinu.
Stöðunar smyrja liði, vöðva, liðbönd, sinar og innri líffæri. Þegar við gerum asanas rólega og í góðu flæði erum við ekki bara að huga að því líkamalega heldur líka til að víkka vitund okkar og auka andlega sjálfsþekkingu. Asanas vekur upp þriðja þrepið í Raja jóga.
Að iðka asana nærir þú líkamann, kemur jafnvægi á stoðkerfið, þá beina, vöðva og liðamóta. Iðkunn hefur líka róandi áhrif á taugakerfið, styður við innkirtlakerfið, styrkir ónæmiskerfið, eflir öndunarkerfið og hjálpar meltingarkerfinu að vinna sína vinnu.
Pranayama-öndun
Engin getur lifað meira en nokkrar mínútur án þess að anda. Með því að æfa sig í að ná tökum á önduninni, nærðu að stjórna orkunni innra með þér og líka að ná stjórn á huganum og taugakerfinu. Þegar þú andar að þér ertu gefa líkamanum súrefni svo allar frumur í líkamanum geti lifað og starfað. Þegar þú andar frá þér er líkaminn að losa sig við úrgangsefni. Þegar það er of lítið súrefni í heilanum vegna streitu, kvíða og of miklum hugsunum kemur það oft fram í andlegu ójafnvægi, einbeitingarskorti og tilfinningum.
Iðkun á öndun/ pranayama losum við um lífsorkuna, prana, til að styðja við að hreinsa og næra líkamann. Með því að æfa þig í að ná stjórn á önduninni, þá lærir þú að stjórna orkunni innra með þér og þannig nærðu betur að stjórna huganum þínum. Þannig nærðu að vinna betur með sjálfsþekkingu og sjálfsstjórn, heilað sjálfan þig frá verkjum og öðrum krankleika. Þetta vinnur saman. Pranayama er þrep 4 í Raja jóga.
Savasana- slökun
Hvíld og slökun er náttúruleg leið til að leyfa líkamanum að endurhlaða sig. Alveg eins og kælikerfið í bíl, það kælir kerfið í bílnum. Við upplifum slökun þegar við notum enga orku. Hver aðgerð er orka sem býr til streitu, meðvitað og ómeðvitað. Slökun er því mikilvægur þáttur. Hvaða áreiti sem við verðum fyrir hvort það sé ytra áreiti eða innra áreiti, fer í gegnum skynvitundina og þaðan send til taugakerfið og endar í hugsun.
Oft erum við ekki meðvituð um áreitið í kringum okkur. Þess vegna er slökun og hvíld mikilvæg. Slökun gefur okkur ákveðna kyrrð innra með okkur þannig að við þekkjum betur hvað áreiti er. Við verðum meðvitaðri um kyrrðina innra með okkur þannig að við eigum auðveldara að taka á móti áreiti í kringum okkur og hið innra.
Þegar við náum að slaka á og hvílast, bjóðum við okkur upp á heilagan nærandi tíma með okkur sjálfum. Við förum inn á við, gefum okkur frí frá ytri skynjunum og upplifum kyrrðina innra með okkur. Við heyrum hvað býr innra með okkur. Slökun gefur þér innri ró , ekki aðeins fyrir líkamann, heldur líka tilfinningalega og andlega. Þú skapar þér rými til vaxtar. Við förum inn á við, gefum okkur frí frá ytri skynjunum og upplifum að við séum heil á ný.
Þegar við náum ákveðni slökun, þá virkjum heilunarkraftinn sem býr innra með okkur og uppgvötum hvernig er best er að hvílast í náttúrulegu flæði lífsins sem fer upp og niður, við finnum að við erum meðvitaðri um tilfinningar sem koma og fara eða hvernig við bregðumst við eða dæmum. Savasana- slökun og hvíld eru stig 5, 6 og 7 í Raja jóga.
Næringarríkt fæði- Vegetarian diet
Líkaminn okkar þarf orku í formi næringar. Að huga að næringu er ekki síður mikilvægt og jógastöðurnar og öndun. Að næra sig af mat sem er ræktuð með lofti, vatni og sólarljósi gefur þér næringu og vissa ró til að ástunda jóga. Fæða hefur nokkra grunnþætti sem ber að hafa í huga þegar við veljum okkur næringu. Það er prótein, kolvetni, fita og trefjar ásamt steinefnum. Fæða sem er einföld, auðmelt og kemur frá náttúrunni styður við heilsuna okkar, ásamt því að hafa góð áhrif á huga og líkama. Við það að borða næringarríka fæðu erum við betur undir það búin að takast á við áreiti og eigum auðveldara að fara í jóga asana og hugleiðslu.
Jákvæð hugsun,hugleiðsla/Vedanta & Dhyana
Alveg eins og hvert annað farartæki þarf líkaminn bílstjóra sem er við stjórnina. Sama á við hugsanir okkar. Við höfum alltaf vald til að breyta hugsunum okkar úr því neikvæða í það jákvæða. Hugsanir hafa gríðarlegan kraft, eru oft ofvirkar og ákveðnar. Oft upplifum við mikla hugsunar flækju sem stuðlar að því að við eigum erfitt með að stjórna hugsuninni.
Meira og minna upplifum við kraft hugsana ómeðvitað. Við hugsum margar hugsanir á hverjum degi. Hugsun er orka og er alltaf hröð. Hver hugsun er hlekkur í keðju orsaka og afleiðinga. Hver áhrif verða orsök og hver orsök hefur afleiðingu.
Með því að vera meðvitaður um hugsanir sínar og hver áhrif hún hefur á okkur náum við að stjórna betur hugsunum sem koma ómeðvitað. Neikvæð hugsun getur haft mikil áhrif á okkur, sérstaklega í krafti endurtekningar.
Eins og með allt annað í lífinu þurfum við að æfa okkur í formi endurtekningar til þess að ná fram vexti og árangri. Þetta á líka við með hugsanir. Vakandi meðvitund er fyrsta skrefið sem við tökum. Hlusta, vega og meta hvaða hugsanir hafa áhrif á okkur. Þannig fer hver jákvæð hugsun að stækka og hver neikvæð hugsun að minnka. Hugurinn okkar getur orðið undir fullkominni stjórn með reglulegri iðkun á hugleiðslu og jákvæðri hugsun. Vedanta & Dhyana eru stig 7 og 8 í Raja jóga.
Hugaðu að lífstílnum
Jóga lífsstíl kennir okkur að hægt er að þróa jákvætt lífsviðhorf og efla heilsuna okkar með því að læra og iðka kenningar heimspeki jóga. Allt byrjar að hafa viljan til að taka fyrsta skrefið. Kæri lesandi, eflaust finnst þér þetta pínu flókið kerfi, sem það er. En líka á hinn veginn er þetta góður vegvísir fyrir þig í þinni heilsueflingu.
Jóga er lífsstíll sem er lífstíðar verkefni, þrep sem við tökum alla daga í samvinnu við okkar eigið sjálf, án þess að beita valdi eða sársauka. Þetta er ferðalag sjálfsuppkvötunar, og viljan til að finna sinn innri frið, vaxa í sjálfsþekkingu og efla sinn innri kjarna, þannig að við gefum af okkur til okkar sjálfrar, annara og móðir jarðar.
Njóttu vel
Jana