Heilsumarkþjálfi er faglegur leiðbeinandi sem veitir einstaklingum stuðning til að taka ábyrgð á eigin heilsu og vinnur út frá því að skoða rót vandans út frá lífstílnum sem einstaklingurinn lifir. Heilsumarkþjálfi eykur færni og sjálfstraust einstaklingsins til að taka ábyrgð á hegðun sinni gagnvart næringu og þáttum í lífsstílnum sem hann lifir.
Heilsumarkþjálfi hjálpar einstaklingum að þróa dýpri skilning á næringu og lífsstíl þáttum eins og starfsframa, heilbrigð samskipti, fjármál, andlega heilsu, hreyfingu, gleði, sköpun, félagslegt og menntun.
Nýtt sjónarhorn
Heilsumarkþjálfi kennir einstaklingum að taka meðvituð skref að breyttu heilsufari og skoðar með hverjum einstaklingi nýtt sjónarhorn þannig að hver og einn skapar sér umhverfi, að allar takmarkanir gamlar sem nýjar verða auðveldari að yfirstíga. Hann hvetur einstaklinginn til að gera jákvæðar breytingar á heilsunni til lengri tíma með góðum ráðum, hvatningu og stuðningi.
Algengt er að heilsumarkþjálfi aðstoði einstaklinga meðal annars með þyngdarstjórnun, matarlöngun, meltingar ójafnvægi, orkuleysi, svefn, streitu, markmiða setningu, samskipti og tímastjórnun.
Einstaklingurinn er einstakur
Það eru margir skólar í boði til að læra heilsumarkþjálfun. Ég fór í skóla sem heitir IIN (Institute for Integrative Nutrition í New York). Þessi skóli er mjög virtur á sínu sviði og byggir á þeirri hugmyndafræði að einstaklingurinn er einstakur og ekkert eitt það sama virki fyrir alla. Hver einstaklingur þarf í raun að finna sína leið og hvað hentar best. Kjarninn er að þjálfa einstaklinginn í að styrkja sjálfan sig þannig að hann nái því besta fram í eigin fari.
Skólinn kennir nálgun sem eru til þess gerð að skoða heildræna nálgun fyrir líkama og huga. Við það notar hann grunnþætti. Annars vegar Primary food (frumnæring)og secondary food(auka næring). Ásamt mörgum öðrum þáttum.
Frumnæring og næring
Frumnæring(primary food) byggir á að skoða lífsins hjól. Mest er þetta er óáþreifanleg næring ásamt hreyfingu og felst í okkar daglegu athöfnum og venjum. Frumnæring er mikilvæg að skoða áður en er hafist við að leiðrétta næringarlegt ójafnvægi í líkamanum. Þetta eru 12 þættir sem tilheyra lífstílnum okkar. Við vegum og metum hvert atriði, athugum hvar við stöndum og hvert við stefnum. Við eigum til að vanmeta þessa þætti en það er okkur lífsnauðsynlegt að skoða til þess að ná að efla okkar eigin heilsu.
Auka næring(secondary food) er sjálf næringin sem við gefum líkama okkar. Þar kemur inn í fæðupíramídi IIN. Hann saman stendur af grænmeti, ávöxtum, próteini, flóknum kolvetnum, hollri fitu og vatni. Í fæðupíramídanum er ekki horft á kaloríuinntöku heldur frekar að fá sem næringarríkasta fæðu, sem mest hreina, án aukaefna. Með tilliti til einstaklingsins og þarfir hans.
Sjálfsskoðun
Skólinn spannar vítt svið heilsutengdri nálgun. Það sem mér fannst mjög áhugavert og gaman var að nemandinn sjálfur prófaði sig áfram. Ég sjálf fór í gegnum mikla sjálfskoðun og uppkvötaði margt í mínu eigin fari sem ég var ekkert mikið að veita eftirtekt en þurfti að styrkja og laga. Ég styrkti sjálfan mig og fann út hvað væri best fyrir mína heilsu, út frá mínum gildum. Það var mjög áhugavert að átta sig á því að “sykurlöngunin” mín, sem hefur háð mér síðan ég var unglingur, væri sprottinn út frá öðru þáttum en bara vöntun á sjálfsstjórn.
með kveðju
Jana