Hefur þú staldrað við í dag og tekið eftir önduninni þinni?

Hefur þú staldrað við í dag og tekið eftir önduninni þinni?

Hæ, við skulum tala um öndun – já, þú heyrðir rétt!

 

 

Þú heldur kannski að þú sért bara að anda eins og fólk gerir – en nei, öndunin hefur miklu meiri áhrif á þig en þú heldur! Hún er eins og lífsakkerið þitt – heldur þér gangandi þegar dagarnir verða aðeins of þungir eða pressan er of mikil !

 

Það var nefnilega þannig að ég sjálf fór að taka eftir hvernig ég var að anda í gegnum mína heilsuvegferð. Ég áttaði mig á því að ég var með of hraða og grunna öndun yfir allan daginn, án þess að taka eftir því. Þetta hafði veruleg áhrif á mína líðan og líka hvernig ég höndlaði streitu. 

Það var þannig að í staðinn fyrir að anda djúpt og fallega eins og jógakennari á Instagram, þá var ég stundum komin með hraðan, grunnan andardrátt sem minnti helst á örvæntingarfullan hamstur í hjóli. Ó já ! þetta gerði það að verkum að ég varð stundum úrvinda, þreytt og pirrruð. Þannig að ég átti stundum erfitt með að klára daginn minn.

 

Það sem mér finnst pínu magnað er að hafa áttað mig á þessu, þá hvað öndunin mín skiptir miklu máli. Bara það að verða  meðvituð um öndunina okkar, getum við svo miklu betur greint hvernig okkur líður, tengt okkur betur við okkar innri kjarna og hvernig taugakerfið okkar er að virka á þessu andartaki. Því þegar streitan nær að virkjast, fer öndunin sjálfkrafa í varnarviðbragðið. Öndunin verður  hröð, grunn og dálítið eins og við séum að elta strætó. Enda varnarkerfið gert til þess að láta okkur hlaupa í burtu.

 

 

Öndunarvitund...er skrefið sem þú þarft !

Þegar ég staldra við yfir daginn, set fótinn á bremsuna (í huganum, ekki á bílnum – nema ég sé í bílnum, þá geri ég bæði!), og fylgist með önduninni minni, hvort hún er hröð, grunn eða djúp – þá gef ég mér tækifæri til að grípa inn í áður en streitan festir sig eins og gömul tyggjóklessa undir skónum mínum.

 

Bara það að verða meðvituð um hvernig ég er að anda, hefur hjálpað mér að:

  • Róa niður taugakerfið mitt (drifkerfið).
  • Minnka ósýnilega spennu í líkamanum sem ég vissi ekki einu sinni að ég væri með.
  • Lækka framleiðslu á kórtisóli sem styður mig að sofa betur
  • Fá meira súrefni upp í háls, herðar og heilaHreinsa hugsanirnar og finna meiri innri ró.
  • Hætta að vera föst í hugsanaflækju
  • Og síðast en ekki síst:  staðsetja mig í andartakinu - Núnu. Þar er ég örygg

Og nei, þetta er ekki eitthvað flókið eða tímafrekt!

Öndunarvitund snýst bara um það að veita sjálfum sér smá athygli, af ást og sjálfumhyggju. 

 

Byrjaðu svona: 

Í röðinni í búðinni, í umferðinni, í vinnunni – bara stoppa smástund, fylgjast með andardrættinum, og segja við sjálfan  sig: „Jæja elsku Jana mín" (þitt nafn) hvernig er loftflæðið í dag?“

Leyfðu mér að hvetja þig:

 

Taktu smá nærandi stund frá í dag. Dragðu djúpt inn í gegnum nefið... og anda svo hægt út í gegnum munninn. Slakaðu á. Endurtaktu. Og spyrðu þig: Hvernig líður þér núna?

 

Ég lofa – þetta eru meiri töfrar en kaffibolli númer þrjú á mánudagsmorgni! 😉

Nærandi kveðja

Jana


Aftur á bloggið