Ég er nokkuð viss um að mörg ykkar hafið heyrt um hormónið kortisól..

Ég er nokkuð viss um að mörg ykkar hafið heyrt um hormónið kortisól..

Kortisól er hormón almennt þekkt sem „streituhormónið“. Það er sterahormón framleitt af nýrnahettum sem eru staðsett efst á hverju nýra. Heiladingull í heilanum stjórnar hversu með kortisól losar í nýrnahettunum.

Vegna lífsstíls okkar sem í dag er oft hraður og án hvíldar, eru nýrnahetturnar okkar (sem er hannaðar til að hjálpa okkur að takast á við líkamlega streitu) oft neyddar til að framleiða hormónin adrenalín og kortisól til að hjálpa líkamanum að virka. Þar sem líkami okkar getur aðeins framleitt ákveðið magn af adrenalín í einu, neyðast nýrnahetturnar til að framleiða meira kortisól til að styðja við líkama okkar.

Kortisól er mikilvægt til að skapa þá orku sem líkami þinn þarf til þess að geta starfað. Þetta hormón hefur áhrif á margar aðgerðir í líkamanum má þar nefna svefn, þyngd, skapi, blóðsykurstjórnun, ónæmiskerfi, bólgu myndun og eining vatns og saltjafnvægi, ásamt blóðþrýstingi. Kortisól er mikilvægt hormón fyrir okkur en það getur orðið of mikil virkni eða of lítið sem getur haft áhrif á heilsuna okkar og vellíðan 

Kortisólið í nýrnahettunum losnar t.d þegar þú hreyfir þig, til þess að vekja þig á morgnanna, það gegnir mikilvægu hlutverki hvað snertir næringu með því að velja hvaða tegund af próteini, kolvetnum og fitu í réttu magni til þess að mæta þínum þörfum fyrir orku. Kortisól losnar líka þegar þú finnur fyrir streitu með því að skapa viðbragðið fight, flight and freeze. Kortisól eykur orku framleiðslu tímabundið til að mæta þessari eftirspurn, þannig að þú nærð að bregðast við streitu.

Langvarandi streita hefur áhrif

Vandamálið er þegar við erum undir langvarandi streitu vegna daglegs áreiti, svefnleysi, sambanda, vinnu, megrunar, ofþjálfunar og mikið álags endar það þannig að framleiðsla af kortisóli hækkar og helst þannig án þess að lækka. Það getur truflað framleiðslu á öðrum hormónum. Þetta getur leitt til mikillar þreytu, þyngdaraukningu, höfuðverkja, þrot, minnistruflana, heilaþoku, skapsveiflum og pirring.

Kortisól er í raun nokkuð frábært hormón, en því miður eru mörg okkar að kalla fram viðbragðið fight flight and freeze í gegnum lífstílinn sem við lifum. Þetta ástand verður viðvarandi og langvarandi án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Þetta er í raun varnarstaðan, sem er kannski pikk föst. Það er þannig að líkaminn okkar þekkir ekki muninn á raunverulegri ógn að annarri ógn, t.d að lesa streituvaldandi tölvupóst, halda fyrirlestur eða skutla krökkunum á æfingu, hitta vini eða vinna of mikið.

Líkaminn okkar bregst nákvæmlega eins við öllum þessum aðstæðum. Heilinn sendir skilaboð um að hætta sé í nánd og virkjar streituhormónið kortisól sem koma líkamanum í varnarstöðu.

Þú kannast ábyggilega við að hafa fundið fyrir kvíða, svita eða hafa þörf fyrir að flýja aðstæður en ert einfaldlega bara föst í vinnunni. Já þetta er líkaminn þinn að biðja þig einfaldlega að hlaupa í burtu…hér er hætta !

Því miður erum við mörg þarna allan daginn, jafnvel á nóttunni að senda líkamann í varnarstöðu. Það er nefnilega þannig með langvarandi andlegu, tilfinningalegu og líkamlegu álag/kveikjur erum við alltaf að halda kortisól viðbrögðum okkar í hæstu hæðum.

Ímyndaðu þér hversu erfitt er fyrir líkamann að vinna þegar þú ert stöðugt í þessu streituástandi. Til viðbótar við þessar kveikjur hér að ofan skiptir líka máli hvernig við nærumst og hreyfum okkur, sem getur annað hvort stutt við eða aukið einkennin enn frekar.


Hvernig veistu hvort þú gætir átt í erfiðleikum með hátt kortisól?

Algeng einkenni:

  • Er alltaf þreytt en get ekki sofið.
  • Sjaldan blæðingar eða tímabil sem vantar
  • Sykur er besti vinur þinn
  • Að glíma við ófrjósemi
  • Króníska verki
  • Hár blóðsykur og/eða blóðþrýstingur
  • Kvíði og einbeitingarskortur
  • Orkuleysi og þrot

 

Nærandi kveðja

Jana

Aftur á bloggið