Að breyta hugsun er byrjun á þinni vegferð

Við tölum stundum um að við séum á andlegri vegferð. Hvað er það eiginlega. Þegar við tölum um andlegt erum við í raun að trúa því að við séum miklu meira en það sem við sjáum. Andleg vegferð felur í sér viðurkenningu á tilfinningu eða skynjun eða trú um að það sé eitthvað meira en ég sjálf, stærri heild en bara ég, hluti af náttúrunni og móðir jörð. Andlegt er ekki endilega trú, heldur er það að lifa eftir þeim gildum að við erum orka, ein af orku alheimsins, við erum ein heild. Öll erum við hluti af því. Við erum tilvist.
Leiðin mín
Ég gæti sagt að ég varð meðvituð um mína andlegu vegferð fyrir um 10 árum síðan. Síðan þá hef ég unnið markvisst í að vaxa á minni andlegu vegferð. Leiðin hefur verið brösug. Ég hef oft tekið tvö skref fram á við og eitt til baka. Eftir situr lærdómurinn og þekkingin sem ég bý að í dag.
Það flóknast og í leið það mikilvægasta í þessu ferli var að vinna með hugann. Hugsunina sjálfa. Hvernig ég hugsaði til sjálfs míns og hverju ég hreinlega trúði um sjálfan mig. Ég er eins flestir með ýmsa reynslu að baki. Erfilega og áföll, missa heilsuna á tímabili, greinast með vefjagigt rúmlega 35 ára, kvíða og athyglisbrest. Líka hafa uppvaxtarárin mikil áhrif hvernig ég hugsa til sjálfs mín.
Gallar eða bara það sem ég þurfti að sjá
Ég byrjaði að vera meðvituð um gallana í hugsun minni þegar ég kynntist jóga nidra, Það var þá sem ég gerði ansi djúpa uppkvötun á því hvernig ég hugsa. Ég áttaði mig á því að það var rödd í hausnum á mér alla daga, hverja mínútu að rökræða við mig, tala niður til mín og segja mér hreinlega hvernig ég ætti að hugsa og haga mér. Þegar ég varð meðvituð um þessa rödd,(sem ég kalla HIN) skynjaði ég hana, ég leyfði mér að skoða hana rækilega og mér varð ljóst að þessi hluti af hugsun minni væri ekki hluti af mér. Þá fóru hlutirnir að breytast inn í hausnum á mér. Hægt en gerðist þó.
Andartakið er mikilvægt
Með því að vera í andartakinu þegar þessi rödd kom, skoða og leyfa henni að fjara út þannig að þú trúir því ekki það sem hún segir þér, þá myndast rými fyrir aðrar hugsanir sem eiga rætur að rekja til þess hver þú ert raunverulega. Þitt sanna sjálf. Það er að vera í andartakinu, ekki í fortíð né í framtíð. Þessi rödd sem vill hvað mest stjórna lifir á því að vera ekki í andartakinu, heldur nærist á fortíð og framtíð.Þessi rödd hræðist ekki meira en að sjá ykkar innra sjálf, tæru röddina verða sterkari.
 
Þegar við leyfum röddinni(HIN) sem stjórnar að hamast í okkur allan liðlangan daginn bregðumst við með ýmsum hætti. Við náum aldrei kyrrð og ró innra með okkur, alltaf með áhyggjur og kvíða, pirringur, neikvæðni, stjórnsemi, öfund, reiði, og sjálfsvorkunn. Þessar hugsanir verða af tilfinningum sem verða að líkamlegum sársauka. Gott er að taka eftir þessari vanlíðan, skoða og meta. Þannig hef ég skynjað röddina sem stjórnar. Það er hún sem býr til blekkingarnar. Þannig nær þessi rödd að búa til eitthvað sem við erum ekki.
Treysta og vera hluti af einhverju stærra
Inn í allt þetta kemur sú trú að við séum hluti af miklu stærra samhengi heldur en við sjáum. Í iðkun minni að breyta þessari gallaðir hugsun, setti ég allt mitt traust á að ég er ekki ein, ég er hluti af tilvist minni og móðir jarðar, og mér er leiðbeint áfram af minni innri rödd sem þarf að verða meira öflugri og sterkari heldur en röddin sem vill stjórna sem er raunverulega hugarburður í hugsun minni.
 
Það sem fór að gerast er að ég áttaði mig á því ég er ekki þessi rödd heldur er hún til komin út frá öllu sem ég hef upplifað, verið sagt við mig, áföll og erfileika, það sem ég hef lært meðvitað og ómeðvitað. Þannig gat ég einangrað hana frá minni innri rödd, minni tæru tilvist.
Umbreyta hugsunarmynstri
Eins og áður sagði var það jóga nidra sem sýndi mér hvað mest þessa galla í minni hugsun. Ég hafði prófað hugleiðslu en komst lítið áfram. En með því að ástunda jóga nidra gat ég náð að komast í ró með hugann minn, þannig að ég fór finna meira fyrir minni innri rödd. Ég náði að umbreyta hugsanamynstri sem var svo rækilega fast í undirmeðvitund minni, ég náði að slaka betur á svo að ég heyrði betur í minni innri rödd, þannig náði ég að grípa í röddina, ýta henni meira fram, svo að stjórnsama röddin (HIN) næði ekki yfirhöndinni. Ég hélt fast í það litla sem ég hafði í byrjun. Bara að heyra og skynja var mér allt. Síðan byggði í ofan á þetta. Ástundaði að vera í andartakinu, ekki í fortíð né framtíð.
Ástundun
Undanfarin misseri hef ég komist lengra með að vera í andartakinu. Þetta er vinna. Erfið oft en þess virði. Það sem hefur áunnist að ég hef sterkri innri rödd, hin sem er stjórnsamari er orðin veikari. Stundum lítur hún dagsins ljós. En með ástundun að vera í andartakinu, hugleiða(sem mér hefur tekist betur) jóga nidra, jóga, gönguferðir, vera í náttúrunni og hafa fólk í kringum sem sem er uppbyggjandi hefur gefið mér visst frelsi að vera ég. Það sem er líka mikilvægt í þessari vinnu er að sýna sér endalausa sjálfsumhyggju.
Ég sjálf hef stækkað um nokkur númer eftir að hafa snúið þessu við. Áreiti og orð frá öðrum ná ekki inn lengur sem höfðu oft á tímum mjög alvarleg áhrif á mig, ég tek ákvarðanir út frá minni eigin rödd, ég gef af mér og næ að næra sjálfan mig þannig að það er gert af kærleika og ást.
 
Þegar ég fæ fólk til mín í ráðgjöf þá byggi ég á þessu. Breyta hugsununni gagnvart sjálfum sér. Allt byrjar þetta á að VERA Í ANDARTAKINU. Námskeiðið mitt Nærðu taugakerfið byggist upp á því að skoða, næra og breyta hugsun okkar gagnvart okkur sjálfum.
Skráðu þig: jana@naerandi.is
Aftur á bloggið