Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

JÓGA NIDRA fyrir betri meltingu og hvíld

JÓGA NIDRA fyrir betri meltingu og hvíld

Verð 7.900 ISK
Verð 0 ISK Útsöluverð 7.900 ISK
Tilboð Uppselt
Með Vsk Shipping reiknaður við greiðlsu

 

Viðburður 4 maí, kl 10:30. 90 mínútur

Hvíld, melting og hreinsun, virkjaðu líkamann til bata í gegnum slökun og hreinsun

Prógrammið hvíld, melting og hreinsun felst í mikilvægi þess að ná fram slökun fyrir líkama og huga sem stuðlar að betri virkni fyrir meltingu og andlega heilsu. Með því að ná fram slökun endur stillum við og endurnærum taugakerfið þannig að virkni meltingarkerfisins verður skilvirkara,  jafnvægi hormóna verður betra og næringarupptaka veður betri.

Við ætlum að gefa líkama, meltingu og huga rými fyrir hvíld í gegnum jóga nidra, draga úr áhrifum frá taugakerfinu, þannig minnkum við streitu, byggjum upp næringarlegt jafnvægi og endurstillum neikvæðar hugsanir. Út frá þessari slökun ætlum við að hvíla, styrkja og endurnæra meltinguna með því að fara í 3 daga djúsföstu/hreinsun. Líka skoðum við hvaða næring styður við taugakerfið og þarmaflóruna.  

Þetta prógramm snýst jafnvel um að sleppa vanbundunum venjum sem hafa kannski skapað ójafnvægi í þínu lífi. Þú ætlar jafnvel að gefa eftir einhvern ósið sem þjónar þér engan veginn lengur, í venjur sem gefa þér dýpri fyllingu og efla sjálfsvitund. 

Stundum er það þannig að við höfum verið í vanbundu hegðunarmynstri, sem gæti haft áhrif á virkni líkamans. Því er gott að endurstilla líkamann og byggja ofan á það. Takmarkið er að þú náir að endurnæra bæði líkama og huga til þess að virkja getu líkamans til bata.


Það sem þú færð:

🌿 4 maí. Jóga nidra stund + jóga+fyrirlestur  (90 mínútur)

🌿 Fyrirlestur um samspil taugakerfisins og meltingu, hvað hvíld er mikilvæg

🌿 Hefti með 3 daga hreinsun

🌿 Ráðleggingar um hreint matarræði sem styður við taugakerfið

🌿Ýmis góð ráð til þess efla meltinguna og þarmaflóruna

🌿 Upptöku að jóga nidra. Hvíld og melting

🌿 Djús smakk á jóga nidra viðburði

🌿 Stuðning yfir þessa 3 daga(online)


Hvenær: 4 maí, kl 10:30

Hvar: Hamraborg 1, 4 hæð

Takmarkað pláss.

7900 kr


Leiðbeinandi er Jana. Jana hefur víðtæka reynslu. Undanfarin ár hefur hún lagt áherslu á að endurstilla taugakerfið í gegnum slökun og sjálfsvitund. Hún er stofnandi Nærandi Líf, og hefur haldið námskeiðin, Nærðu taugakerfið og mín innri ró. Vaxandi ég prógrammið hefur hún verið með jafnt og þétt í gegnum árin.

Jana er Heilsumarkþjálfi, jóga og jóga nidra kennari, ásamt því að vera nuddari. Jana kynntist föstu/hreinsun þegar hún stundaði nám í Heilsumeistaraskólanum, síðan þá hefur hún sjálf ávallt tekið föstu/hreinsun árlega.

Sjá alla lýsingu