Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

Hvíld, melting og hreinsun. 7 daga endurstilling

Hvíld, melting og hreinsun. 7 daga endurstilling

Verð 14.900 ISK
Verð Útsöluverð 14.900 ISK
Tilboð Uppselt
Með Vsk Shipping reiknaður við greiðlsu


Byrjum föstudaginn 20 september kl 20:00 með online fundi. Allt námskeiðið er online og öll gögn inn á lokuðu svæði Nærandi líf heimasíðu.

Með fylgir einka fundur, online. 30 mín

Á þessu námskeiði lærir þú…

  • Allt um mikilvægi þarmaflóruna, hreint matarræði og samsetningu matar
  • Að skilja samspil meltingarkerfisins og taugakerfi. (þarmar eru okkar 2 heili)
  • Draga úr streitu þannig að þú ræður betur við ójafnvægi í matarræðinu þínu
  • Öndunaræfing til að draga úr streitu og koma jafnvægi á taugakerfið og meltingarkerfið
  • Koma líkama og huga slökunar ástand með jóga nidra stundum
  • Hvernig hrein næring getur haft áhrif á virkni líkmans

7 daga Prógrammið hvíld, melting og hreinsun felst í mikilvægi þess að endurstilla og endurnæra meltingarkerfið með því að borða hreinan mat og draga úr streitu með því að ná fram slökunarástandi í gegnum taugakerfið. Takmarkið er að þú náir að endurnæra bæði líkama og huga til þess að virkja getu líkamans til bata.

Til þess að líkaminn þinn vinni sem best við að viðhalda jafnvægi (homeostasis), betri efnaskiptum og betri virkni á hormónum þarf líkaminn hreina fæðu sem kemur frá náttúrulegu umhverfi,  jafnvægi á próteini, kolvetni, trefjum og vatni ásamt góðri þarmaflóru. Ásamt þessu er hvíld og slökun mikilvægur þáttur til að draga úr streitu sem hefur mikil áhrif á sykurlöngun, hvernig meltingin vinnur úr næringu og næringarlegri upptöku. 

Með því að taka út unnin matvæli, sykur, einföld kolvetni og önnur hugsanleg ertandi efni úr mataræði þínu og setja í staðinn inn næringu sem er náttúruleg, betur samsett, sem er rík af trefjum, sem innihalda probiotics og prebiotics lífverur, gerjaðan mat, góða fitu, magurt prótein, grænmeti og ávextir, hnetur og fræ mun það draga úr bólgum, verkjum, styrkja ónæmiskerfið og meltingarkerfið, draga úr hungri og styðja við andlega heilsu.  

Þessir 7 dagar eru til þess gerðir að endurvekja meltingarkerfið og þarmaflóruna þannig að þú öðlist ákveðinn grunn til þess að byrja á heildrænum góðum lífstíl. Ef við hugum að þarmaflórunni erum við að byggja upp góðan grunn þannig að líkaminn nær að vinna betur úr allri þeirri næringu sem hann fær, ásamt því að vinna með streitu í gegnum slökun.

Auk þess ætlum draga úr streitu í gegnum slökun til að draga úr áhrifum frá taugakerfinu. Meltingarkerfið og taugakerfið vinna náið saman með því að senda boð frá þörmum til heila, og frá heila til þarma. Því er mikilvægt að draga úr streitu í gegnum slökun/hvíld þannig að meltingarkerfið og taugakerfið nái að virka betur. 

Þessir 7 dagar gefa þér tækifæri á að sleppa vanbundunum venjum sem hafa kannski skapað ójafnvægi í þínu lífi. Þú ætlar jafnvel að gefa eftir einhvern ósið sem þjónar þér engan veginn lengur, í venjur sem gefa þér dýpri fyllingu. 

Á þessu 7 dögum hjálpa ég þér að endurstilla og endurnæra meltingarkerfið þannig að þú öðlist góðan grunn til þess að halda áfram í átt að Nærandi lífsstíl.  Þú lærir að hreint mataræði með áherslu á þarmaflóruna og slökun hjálpar þér að draga úr ójafnvægi þegar kemur að hægðum og lægðum í mataræðinu þínu. Því meira jafnvægi því betra verður orkustigið og vellíðan eykst.

 

💫 Þú gætir hafa fundið sjálfan þig...

  • Átt erfitt með að halda jafnvægi í matarræðinu
  • Of oft dottin í sykurskálina 
  • Ert að upplifa uppþembu, orkuleysi og einbeitingarskort
  • Finnur fyrir kvíða og vanlíðan, ásamt skapsveiflum
  • Ofát í vissar fæðutegundir eins og sykur og einföld kolvetni
  • Borða stundum of lítið, ertu lystalaus

 💫    Hvað er innifalið:

  • Lokað svæði á heimasíðu Nærandi líf
  • Samsetning á næringu
  • Hvað er hrein fæða
  • Tenging á milli taugakerfi og meltingar
  • Streitustjórun
  • Hvað styrkir þarmaflóruna
  • 2 upptökur á jóga nidra (slökun)
  • Öndunaræfing
  • 7 daga matardagbók 
  • Uppskriftir
  • Sjálfsumhyggja
  • Facebook hópur
  • Eftirfylgni
  • Stuðningur








Sjá alla lýsingu